Fleiri fréttir

Aron: Voru ekki betri en við fannst mér

Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti.

Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur

Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 



Ágúst Elí: Hrikalega gaman að vera með alla á móti sér

"Það var gaman að koma inn á völlinn fyrir framan troðfulla höll. Við vorum að reyna að sækja mörk og stóðum lengi í vörninni en þetta gekk ekki hjá okkur í dag,“ sagði markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Króatíu í Split í kvöld.

Öruggt hjá Frökkum gegn Austurríki

Það var á brattann að sækja fyrir Patrek Jóhanneson og lærisveina hans í Austurríki þegar þeir mættu Frakklandi á EM í Króatíu í kvöld, en leiknum lauk með sjö marka sigri Frakka, 33-26.

Yfirlýsing HSÍ: Hafa ekki völd yfir ráðningum félaganna

Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar kom fram fyrrum handboltakona sem gagnrýndi að þjálfari sem var rekinn frá félagi vegna óviðeigandi hegðunar hafi verið ráðinn inn hjá öðru félagi.

Arnar Freyr: Þetta verður klikkað

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson var enn brosandi daginn eftir sigurinn á Svíum. Sérstaklega sætt fyrir hann þar sem hann spilar í Svíþjóð.

Janus Daði: Mér líður vel þegar mikið er undir

Janus Daða Smárason átti mjög sterka innkomu í íslenska liðið á lokamínútunum gegn Svíum þegar spennustigið var í hámarki. Verður gaman að fylgjast með honum gegn Króötum í kvöld.

EM-dagbókin: Keðjureykjandi Króatar

Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir.

Duvnjak úr leik hjá Króötum

Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu.

Svíarnir slegnir í rot í Split

Strákarnir okkar unnu Svía í fyrsta leik sínum á EM í Króatíu í gær. Ísland spilaði stórkostlega á löngum köflum og náði mest 10 marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks. Fæðingin var þó full erfið á endanum.

Myndaveisla frá Split

Ísland vann sigur á Svíum í frábærum leik í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu í dag. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis, er í Split og festi daginn á filmu.

Skýrsla Henrys: Tóku Svíana í vörina

Svo frábær var leikur strákanna okkar í 40 mínútur að liðið gat leyft sér að eiga tvo slæma kafla gegn sterku liði Svía og vinna samt. Það er magnað. Íslenska liðið tók þjóðina í enn eina rússibanareiðina í kvöld.

Heimsmeistararnir mörðu sigur á Norðmönnum

Liðin sem mættust í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins fyrir ári síðan mættust í dag í seinni leik B-riðils á fyrsta keppnisdegi Evrópumótsins í handbolta sem fram fer í Króatíu.

Auðvelt hjá Króötum

Króatar völtuðu yfir nágranna sína frá Serbíu í seinni leik fyrstu umferðar A-riðils á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu.

Patrekur byrjar EM á tapi

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu í handbolta byrjuðu Evrópumótið í Króatíu á tapi gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik B-riðils.

Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót

Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur.

Sjá næstu 50 fréttir