Fleiri fréttir

Lögreglan rannsakar líkamsárás fyrrum leikmanns Chelsea

Breska lögreglan hefur hafið rannsókn á meintri líkamsárás fyrrum leikmanns enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en málið kemur upp í framhaldi af ásökunum um kynþáttafordóma gagnvart ungum leikmönnum á áttunda, níunda og tíunda áratugnum.

Björgunarafrek ársins í fótboltanum

Hver þekkir ekki afsökun númer eitt í fótboltanum þegar þjálfarar og leikmenn tala um að hafa ekki nýtt færin. Leikmenn Wingate & Finchley gátu skammlaust skellt henni fram eftir leik sinn í enska bikarnum um helgina.

Messan: Það á að reka Mourinho á morgun

Eftir tap Manchester United fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær fór strax af stað umræða um að United ætti að reka knattspyrnustjórann Jose Mourinho.

Mourinho hugsaði aldrei um að setja Pogba inn á

Manchester United tapaði fyrir erkifjendunum í Liverpool á Anfield í gær. Frammistaða United í leiknum þótti ein sú versta sem sést hefur í leikjum þessara liða en Jose Mourinho segist aldrei hafa hugsað um að setja Paul Pogba inn á.

Svissneski vasahnífurinn

Xherdan Shaqiri stal senunni þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Manchester United í gær. Svisslendingurinn hefur reynst Rauða hernum gríðarlega mikilvægur í vetur.

Klopp: Ein okkar besta frammistaða

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var að vonum hæstánægður með sigur sinna manna á erkifjendum sínum í Manchester United. Klopp segir að frammistaða Liverpool í dag hafi verið ein besta frammistaða liðsins undir hans stjórn.

Mourinho: Erum í veseni með formið

Jose Mourinho, stjóri Manchester United segir að leikmenn sínir séu í vandræðum með formið, og viðurkennir að það eru nokkrir leikmenn að glíma við meiðsli í kjölfarið af tapi Manchester United gegn erkifjendum sínum í Liverpool.

Shaqiri hetja Liverpool gegn United

Liverpool endurheimti sæti sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir langþráðan sigur á erkifjendunum í Manchester United á Anfield í dag.

Hazard kláraði Brighton

Chelsea náði að hanga á sigrinum gegn Brighton á suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leeds aftur á toppinn eftir útisigur

Leeds United komst aftur á topp Championship deildarinnar eftir útisigur á Bolton í dag, og þá snéri Jón Daði Böðvarsson aftur í lið Reading eftir meiðsli.

Wolves upp fyrir Everton með sigri

Wolves fór upp fyrir Everton í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Bournemouth. Newcastle og Crystal Palace nældu sér í mikilvæg stig.

Endurkoma Cardiff dugði ekki til

Leikur Watford og Cardiff í ensku úrvalsdeildinni var í flestra huga ekki líklegur til þess að verða nein sýning en svo átti heldur betur eftir að verða og kom hvert glæsimarkið á eftir öðru.

Gylfi fær ekki góða dóma

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton töpuðu 3-1 fyrir Manchester City á Etihadvellinum í Manchester í dag. Gylfi Þór fékk ekki háa dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum.

City aftur á toppinn

Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Liverpool með nokkuð öruggum sigri á Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn Manchester United

Liverpool fær Manchest­er United í heimsókn í stórleik 17. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Anfield á morgun. Segja má að taflið hafi snúist frá því sem verið hefur lungann úr síðustu þremur áratugum tæpum.

Upphitun: Risarnir mætast á Anfield

Liverpool og Manchester United mætast í stórleik umferðarinnar á Anfield á sunnudag. Gylfi Sigurðsson fer á Etihad-völlinn og mætir Pep Guardiola í hádeginu í dag.

Rashford: Mætum til að vinna

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, segir að Liverpool sé ekki sigurstranglegra liðið fyrir viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Liverpool er efst í deildinni eftir sextán umferðir en Manchester United situr í 6.sætinu.

Van Dijk: Erum ekki hræddir við United

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins mæti ekki hræddir til leiks gegn Manchester United á sunnudaginn en liðin mætast þá á Anfield. Hann segir þó að þeir séu meðvitaðir um ógn United liðsins í sókninni.

Salah valinn bestur annað árið í röð

Mohamed Salah leikmaður Liverpool var í dag valinn besti leikmaður Afríku. Þetta er annað árið í röð sem Salah hlotnast þessi heiður en hann hefur átt magnað ár bæði með Liverpool og landsliði Egyptalands.

Sjá næstu 50 fréttir