Fleiri fréttir

Arsenal bíður enn eftir fyrsta útivallarstigi ársins
Newcastle vann 2-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn unnið sér inn stig á útivelli það sem af er ári.

Mourinho ætlar ekki að eyða miklu í sumar
"Við munum ekki gera neitt klikkað,“ segir knattspyrnustjóri Manchester United.

Enginn skorað í fleiri leikjum en Salah
Mörkin 30 sem Salah hefur skorað í ensku úrvalsdeildinna hafa komið úr 22 leikjum, sem er nýtt met.

Sjáðu endurkomu Chelsea og allt hitt úr leikjum gærdagsins
Stoðsending Jóa Berg, sigur Manchester City á Tottenham og þrjú mörk Liverpool. Hér er allt það helsta úr ensku úrvalsdeildinni í gær.

Klopp veit ekkert um meiðsli Lovren
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til þess að meiðsli Dejan Lovren, varnarmanns Liverpool, séu ekki alvarleg en Lovren fór af velli meiddur í leiknum gegn Bournemouth í gær.

Man. Utd og Arsenal í eldlínunni | Upphitun fyrir leiki dagsins
Arsenal og Manchester United eru bæði í eldlínunni í enska úrvalsdeildinni í dag en bæði gera kröfu á það að ná í þrjú stig úr leikjum liðanna í dag.

City fór langleiðina með að tryggja sér titilinn á Wembley
Manchester City er komið með níu fingur og rúmlega það á enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Tottenham á Wembley í dag.

Wolves í úrvalsdeildina | Sjáðu fögnuðinn sem braust út
Wolves er komið í ensku úrvalsdeildina en þeir tryggðu sætið sitt eftir að Fulham gerði jafntefli við Brentford í dag. Fulham þurfti að vinna alla sína leiki til að standast Wolves snúning.

Salah með 30. markið í öruggum sigri Liverpool
Liverpool lenti í engum vandræðum með Bournemouth á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir að hafa slegið út Man. City úr Meistaradeildinni í vikunni unnu Liverpool 3-0 sigur á Bournemouth á Anfield í dag.

Swansea og Everton skildu jöfn │ Úrslit dagsins
Fjórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Erfiður en mikilvægur sigur Cardiff
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn er Cardiff vann afar mikilvægan sigur Norwich, 2-0, en bæði mörkin komu á síðustu fimm mínútum leiksins.

Burnley í vann Leicester í endurkomu Jóa Berg
Burnley er komið með níu stiga forystu í 7. sæti deildarinnar, en það gæti dugað fyrir sæti í Evrópukeppninni.

Ótrúlegur endurkomusigur Chelsea gegn Southampton
Chelsea hafði betur gegn Southampton og vann að lokum 3-2 sigur en Southampton var tveimur mörkum yfir fram á 70. mínútu.

Allardyce: Rooney þarf að skora meira
Wayne Rooney er markahæsti leikmaður Everton á tímabilinu með 11 mörk en Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað 6 mörk.

Guardiola: Auðvitað getum við misst af titlinum
Rifjaði upp hrakfarir Real Madrid árið 2004 og NBA sigur Cleveland Cavaliers.

Stórleikur á Wembley | Upphitun fyrir leiki dagsins
Það verður nóg um að vera í enska boltanum í dag en alls eru sjö leikir á dagskrá enska boltans í dag. Fyrsti leikurinn er í hádeginu og svo er spilað fram eftir kvöldi.

Tottenham þarf ekki að hafa áhyggjur af Aguero á morgun
Manchester City hefur tapað þremur mikilvægum leikjum í röð og misst af því bæði að tryggja sér enska meistaratitilinn sem og að komast lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Dyche bestur í mars
Sean Dyche, stjóri Burnley sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með, var í dag valinn stjóri marsmánaðar í enska boltanum.

Salah bestur í þriðja sinn í vetur
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var í dag valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars.

Salah róar stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum
Mohamed Salah hefur verið stórkostlegur á sínu fyrsta tímabili með Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool fagna því en óttast líka janframt innst inni að missa Salah eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho sem pressuðu báðir á því að losna frá félaginu.

Segja að ensku úrvalsdeildarfélögin vilji ekki fá VAR næsta vetur
Í dag kemur í ljós hvort myndavéladómarar verði til staðar á næsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Æsispennandi þegar sérfræðingar BBC völdu á milli De Bruyne og Salah
Hver er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili? BBC fékk sautján knattspyrnusérfræðinga sína til að velja.

Harry Kane sárnaði meðferðin hjá nettröllunum
Tottenham maðurinn Harry Kane hefur unnið gullskó ensku úrvalsdeildarinnar tvö tímabil í röð en nú stendur honum mikil ógn af Egyptanum Mohammad Salah hjá Liverpool. Kane fékk markanefndina til að hjálpa sér í baráttunni og það sló ekki alveg í gegn á stóra internetinu.

Æfingarferð Liverpool til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar á rosalegum leikvangi
Liverpool verður meðal þáttökuliða á alþjóða meistaramótinu, International Championship Cup, en enska félagið staðfesti þetta í gær og var þar af leiðandi síðasta liðið til að staðfesta þáttöku sína.

Stuðningsmenn Cardiff ósáttir við Aron Einar
Landsliðsfyrirliðinnn Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í lið Cardiff City eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Endurkoman hefur þó ekki staðið undir væntingum og er kallað eftir því að Aron verði settur á bekkinn.