Fleiri fréttir

Liverpool á ekki lengur dýrustu afrísku fótboltamennina

Kongómaðurinn Cedric Bakambu verður dýrasti afríski fótboltamaður heimsins þegar kínverska félagið Beijing Guoan kaupir hann frá spænska félaginu Villarreal. Það þýðir að methafarnir eru ekki lengur í Bítlaborginni.

Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til að slá út Norwich

Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til þess að slá Norwich út úr þriðju umferð enska bikarsins. Þetta var endurtekinn leikur, en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Chelsea því komið í fjórðu umferðina.

Times: Liverpool getur unnið Meistaradeildina

Liverpool er á meðal þeirra liða sem geta unnið Meistaradeild Evrópu að mati Paul Joyce hjá The Times eftir frábæran sigur liðsins á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Cyrille Regis er látinn

Cyrille Regis, fyrrum framherji West Bromwich Albion og enska landsliðsins, er látinn, 59 ára að aldri.

Wenger: Framtíð Alexis Sanchez ræðst á næstu 48 klukkutímum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki með Alexis Sanchez í leikmannahópi sínum í gær þegar Arsenal tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni en franski stjórinn segir að framtíð leikmansins ráðist í dag eða á morgun.

Sanchez „frábær, en erfiður“

Það þykir orðið aðeins tímaspursmál hvenær Alexis Sanchez yfirgefi herbúðir Arsenal, en hann fór ekki með liðinu til Bournemouth í dag. Arsene Wenger sagðist hafa skilið hann eftir því leikmaðurinn hafi verið svo óskýr í því hvað væri að gerast með hans framtíð.

Fyrsta tap City kom á Anfield í sjö marka leik

Liverpool varð í dag fyrsta liðið til að bera sigurorð af Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar þeir unnu City í sjö marka leik á Anfield í dag, 4-3.

Sögulegur sigur Bournemouth á Arsenal

Bournemouth vann 2-1 sigur á Arsenal á heimavelli sínum í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn er sá fyrsti sem Bournemouth hefur nokkurn tíman unnið á Arsenal.

Upphitun: Guardiola mætir á Anfield

Tveir leikir verða spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal ætti að geta náð sér í nokkuð auðveldan sigur á meðan Liverpool fær stóra prófraun á Anfield þegar meistaraefnin í Manchester City mæta í heimsókn.

Markalaust á Brúnni

Chelsea mistókst að taka annað sætið af Manchester United þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leicester á Stamford Bridge í dag.

Bið Burnley lengist enn

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn er Burnley tapaði á útivelli fyrir Crystal Palace, 1-0.

Cardiff valtaði yfir Sunderland

Cardiff fór upp í annað sæti ensku Championship deildinni með öruggum sigri á Sunderland í hádeginu í dag.

Guardiola: Ég elska Anfield

Pep Guardiola fer inn í stórleik helgarinnar með vaðið fyrir neðan sig, en Manchester City mætir á Anfield þar sem Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool taka á móti þeim.

Sjá næstu 50 fréttir