Fleiri fréttir

Fjórðungur liðanna búin að reka stjóra

Þótt aðeins 102 dagar séu síðan flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni hafa fimm knattspyrnustjórar misst starfið sitt. Fjórðungur liðanna í deildinni hefur því rekið stjóra það sem af er tímabili.

Messan: Ekki venjulega Arsenal liðið

Ríkharður Daðason var einn sérfræðinga Guðmundar Benediktssonar í Messunni á Stöð 2 Sport í gær. Hann sýndi hæfni sína á teikniborðinu og tók fyrir varnarleik Arsenal í sigrinum á Tottenham um helgina.

Pulis rekinn

Enska úrvalsdeildarliðið West Brom hefur rekið Tony Pulis úr starfi knattspyrnustjóra.

Öskubuskuævintýri Burnley er ekki lokið

Gengi Burnley í ensku úrvalsdeildinni í ár er með hreinum ólíkindum. Liðið er í hópi efstu liða deildarinnar sem hafa þegar slitið sig frá liðunum sem eru neðar í töflunni. Það er í raun algjörlega sturlað að Burnley sé með jafnmörg stig og Liverpool og Arsenal. Sem og liðið sé aðeins stigi á eftir Tottenham sem hefur fengið mikið hrós fyrir frábæran leik í vetur.

Conte: Erfitt að ná City

Antonio Conte, stjóri Chelsea var að vonum ánægður eftir 4-0 sigur sinna manna gegn West Brom í gær en hann var farinn að vera undir pressu á síðustu vikum og þá sérstaklega eftir 3-0 tap liðsins gegn Roma á dögunum.

Zlatan: Ljón jafna sig ekki eins og menn

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United, sneri til baka úr þrálátum meiðslum í gær þegar United tók á móti Newcastle á Old Trafford.

Moyes: Þurfum að sameinast

David Moyes, stjóri West Ham, kallaði eftir því að stuðninsmenn félagins og allir innan félagsins standi saman á þessum erfiðu tímum sem liðið er að ganga í gegnum.

PSG þarf að borga 20 milljónir fyrir Mourinho

Manchester United hefur bætt 20 milljón punda skaðabótapakka ofan á samning knattspyrnustjórans Jose Mourinho sem önnur félög þyrftu að greiða til þess að fá Portúgalann í sínar raðir.

Klopp bað frú Moreno afsökunar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, bað Lilia Moreno afsökunar í viðtali eftir leik Liverpool og Southampton á því að hafa komið í veg fyrir að Alberto Moreno hafi verið viðstaddur fæðingu sonar síns.

Vilja Pulis burt

Stuðningsmenn West Bromwich Albion vilja sjá knattspyrnustjóra liðsins, Tony Pulis, rekinn frá félaginu.

Moyes: Hættur að tala um fortíðina

David Moyes, nýr stjóri West Ham, vill að allir hætti að einblína á fortíð hans sem stjóri annara liða en mikið hefur verið rætt um Moyes á síðustu vikum og hvort hann hafi verið rétti stjórinn fyrir West Ham.

Lamela sneri til baka í dag

Erik Lamela, leikmaður Tottenham, sneri til baka úr eins árs meiðslum í dag en hann var í byrjunarliði u-23 liðs Tottenham gegn Chelsea.

Pogba og Lukaku skoruðu í sigri United

Manchester United tók á móti Newcastle United í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir leikinn var Manchester United í 3.sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Newcastle sat í 9.sæti með 15 stig.

Allir Íslendingarnir spiluðu

Hörður Björgvin Magnússon var eini Íslendingurinn sem fékk að byrja leik í ensku 1. deildinni í dag. Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson og Jón Daði Böðvarsson komu þó allir við sögu hjá sínum liðum.

Yfirgefur Wales fyrir Sunderland

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur Chris Coleman sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari Wales lausu svo hann geti tekið við stjórnartaumunum hjá Sunderland.

Sané fetar í fótspor Klinsmanns

Leroy Sané, kantmaðurinn fótfrái hjá Manchester City, var valinn leikmaður október-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Mambo er loksins númer fimm

Enska utandeildarliðið Ebbsfleet United komst í fréttirnar í vikunni eftir að einn stuðningsmaður þess benti að það væri að láta gott gríntækifæri sér úr greipum ganga.

Ákall Piers Morgan til Harry Kane: Komdu aftur heim

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er einn þekktasti stuðningsmaður Arsenal og fer ekkert í felur með það. Hann hefur líka sterkar skoðanir á liðinu og er óhræddur að láta hluti flakka á samfélagsmiðlum ef hann er ekki sáttur við spilamennsku eða gengi liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir