Fleiri fréttir

Ásgeir Eyþórs farinn frá Fylki

Fylkir verður án varnarmannsins Ásgeirs Eyþórssonar það sem eftir lifir tímabilsins í Inkasso deildinni. Ásgeir hefur spilað í öllum leikjum Fylkis í sumar og skorað eitt mark.

Fylkir heldur sér í toppbaráttunni

Fylkir vann 4-1 sigur á Leikni F í Inkasso deildinni í Árbænum í dag. Með sigrinum jafnar Fylkir Þrótt að stigum í öðru sætinu, en Keflavík er með eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Formaður FH óánægður með Hafnarfjarðarbæ

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, skrifaði pistil á heimasíðu FH í gær þar sem hann fer yfir stöðu mála hjá félaginu. Hann vandar bæjaryfirvöldum Hafnarfjarðarbæjar ekki kveðjurnar og er óánægður með hversu lítið bærinn hefur komið að uppbyggingu hjá félaginu.

Þórsarar kólnaðir niður í Inkasso deildinni

Þórsarar eru að missa af lestinni í baráttunni um Pepsi-deildar sæti eftir jafntefli á heimavelli á móti Fram á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld í 17. umferð Inkasso deildar karla í fótbolta.

Topplið Þór/KA kom til baka á Ásvöllum | Borgarstjórinn með þrennu

Þór/KA lenti aftur undir á móti einu af neðstu liðum Pepsi-deildar kvenna í kvöld en nú komu norðankonur til baka og stigu eitt skref nær Íslandsmeistaratitlinum með 4-1 sigri á botnliði Hauka í Pepsi-deild kvenna. Grindavíkur konur halda áfram að hjálpa Þór/KA með því að taka stig af samkeppnisliðunum.

Sjö vikur frá síðasta deildarsigri Stjörnukvenna

Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki unnið leik í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í 47 daga og það verður að breytast í kvöld ætli Garðabæjarliðið að ógna Þór/KA eitthvað í baráttunni um titilinn í ár.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 0-1 | Guðmundur Steinn tryggði tíu Ólsurum þrjú stig í Eyjum

Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Ólafsvíkingum gríðarlega mikilvægan sigur í Vestmannaeyjum í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta þegar hann skoraði eina mark leiksins sautján mínútum fyrir leikslok og fjórum mínútum eftir að Víkingar misstu Kwame Quee af velli með rautt spjald. Víkingsliðið hoppaði upp í 7. sæti deildarinnar með þessum sigri en nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV eru nú í slæmum málum í fallsæti.

Landsliðskonur á skotskónum í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði KR dýrmæt þrjú stig í Vesturbænum í leik liðanna í Pepsi deild kvenna í kvöld en það gerði hún með því að skora bæði mörk KR-liðsins í 2-1 sigri á FH. Breiðablik vann Fylki 2-0 á sama tíma.

Leik FH og KR frestað

FH og KR áttu að mætast í risaleik næstkomandi sunnudag í Pepsi-deild karla en stuðningsmenn liðanna verða að bíða aðeins lengur eftir því að sjá þennan stóra leik.

Ólýsanlegt að gera þetta með ÍBV

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði markið sem tryggði ÍBV fyrsta stóra titilinn í 19 ár. Hann segir Eyjamenn hafa spilað vel í bikarúrslitaleiknum gegn FH og að leikáætlun þeirra hafi gengið fullkomlega upp. Gunnar Heiðar nýtur þess að vera heill, spila og skora mörk.

Ólafur Þór: Betra liðið vann

Þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 1-0 sigri á Val í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í dag.

Fram vann nauman sigur á botnliði Leiknis

Fram lenti í heilmiklum vandræðum gegn botnliði Inkasso-deildarinnar, Leikni frá Fáskrúðsfirði á heimavelli en vann að lokum 3-2 sigur og lyfti sér um leið upp fyrir Selfoss í 8. sæti deildarinnar.

ÍBV í úrslitin eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Eyjakonur komust í úrslit Borgunarbikars kvenna annað árið í röð með sigri gegn Grindavík í undanúrslitum í dag en eftir það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn og þar voru Eyjakonur sterkari.

Sjá næstu 50 fréttir