Fleiri fréttir

Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin.

Of stutt á milli leikja fyrir aldursforseta liðsins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með frammistöðu Elísu Viðarsdóttur á móti Ítalíu í dag en hún var eini leikmaðurinn sem kom inn í byrjunarliðið.

Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram

Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum.

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins.

Segir leik­menn Man Utd í betra standi en áður

Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð.

Elísa inn í byrjunarliðið fyrir Sif

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi klukkan 16:00. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Sif Atladóttur.

Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum.

Sjáðu stemninguna fyrir landsleik Íslands og Ítalíu

Ísland mætir Ítalíu í gríðarlega mikilvægum leik í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 í dag. Íslenska liðið þarf sigur til að eiga raunhæfa möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Ron­aldo með ris­a­til­boð frá Sádi-Arabíu

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári.

Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn

Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra.

„Þetta er alveg galið“

Sparkspekingarnir í Stúkunni ræddu mikilvægu málin í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti sínum á mánudaginn síðastliðin.

Víkingur mætir liði frá Wa­les í Sam­bands­deildinni

Víkingur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagt 6-5 tap gegn sænska stórliðinu Malmö. Víkingar fara því næst í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem næsti mótherji er The New Saints frá Wales.

Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik.

Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala

Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi.

Mörkin: Karl Frið­leifur skoraði tvö er Víkingur skaut Mal­mö skelk í bringu

Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar er Víkingur og Malmö gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fór áfram með 6-5 sigri samanlegt en Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir tvo frábæra leiki. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærdagsins.

EM í dag: Ítalir eru með hörku lið

Svava Kristín Grétarsdóttir tók stöðuna á fjölskyldu Sifjar Atladóttur í undirbúningi fyrir næsta leik landsliðsins í nýjasta þætti af EM í dag.

Chelsea staðfestir komu Sterling

Raheem Sterling er formlega orðinn leikmaður Chelsea en Sterling er fyrsti leikmaðurinn sem nýju eigendur Chelsea kaupa. 

Sjá næstu 50 fréttir