Fleiri fréttir

Stjarnan fær enskan vinstri bak­vörð

Stjarnan tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að félagið hefði sótt enskan vinstri bakvörð að nafni Oscar Borg. Mun hann leika með Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu í sumar.

Xabi Alon­so ekki til Þýska­lands eftir allt saman

Fyrir fjórum dögum var greint frá því að Xabi Alonso yrði nýr þjálfari Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni. Svo er aldeilis ekki en í dag skrifaði hann undir nýjan samning hjá Real Sociedad og mun halda áfram að þjálfa B-lið félagsins.

Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins

Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari.

Segja leik­stíl Ísaks Berg­manns svipa til Luka Modrić

Ísak Bergmann Jóhannesson hóf 4-1 tap íslenska U-21 árs landsliðsins gegn Rússlandi á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi en ef marka má sérfræðinga The Athletic myndu hæfileikar hans nýtast betur á miðri miðjunni.

„Þetta er enginn heimsendir“

„Við vissum að þetta væri erfiðasti leikurinn í riðlinum og að stig hérna yrði sigur fyrir okkur,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon á blaðamannafundi eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í kvöld.

„Hann sá ekki út um annað augað“

Rúnar Már Sigurjónsson fór meiddur af velli í Þýskalandi í kvöld og Jóhann Berg Guðmundsson tók ekki þátt í leiknum. Arnar Þór Viðarsson segir stöðu Rúnars óljósa en að útlitið sé gott varðandi Jóhann.

Danir með ó­væntan sigur á Frökkum

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland óvænt 1-0 í riðli okkar Íslendinga á EM U-21 árs landsliða í knattspyrnu í kvöld. Portúgal vann sömuleiðis 1-0 sigur á Króatíu í D-riðli.

„Eitt­hvað best spilandi lið sem ég hef spilað á móti í góðan tíma“

„Mér fannst við vinna okkur betur inn í leikinn. Síðari hálfleikurinn var betri og þeir eru góðir að halda boltanum og erfitt að fá á okkur tvö mörk með stuttu millibili í byrjun. Það tók smá vindinn úr okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands í samtali við RÚV eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Eng­land skoraði fimm | Dramatík í Ung­verja­landi

England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra.

Dion Acoff semur við Grinda­vík

Vængmaðurinn Dion Acoff hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Félagið gaf frá sér tilkynningu þess efnis nú í kvöld.

„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi.

Mikael segist ekki vera meiddur

Mikael Neville Anderson var meðal varamanna íslenska U21 árs landsliðinu sem tapaði 4-1 gegn Rússlandi á EM nú rétt í þessu. Fyrir leik var talað um að Mikael væri meiddur á nára en það ku ekki eiga við rök að styðjast.

Þjóðverjar neikvæðir og leikurinn fer fram

Leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 fer fram í kvöld. Allir leikmenn þýska liðsins nema tveir fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir