Fleiri fréttir

Ólíklegt að Modric fari til Inter

Ekki eru miklar líkur á því að Luka Modric yfirgefi Real Madrid og gangi í raðir Inter Milan í þessum félagskiptaglugga eins og orðrómar hafa verið um.

Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna

A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Svona myndi dýrasta fótboltalið heims líta út

Stærstu fótboltastjörnur heims hafa hækkað mikið í verði á síðustu árum og þetta sést vel í samanburði á dýrasta fótboltalið heims í dag og því dýrasta fyrir aðeins tveimur árum síðan.

Verðum að eiga algjöran toppleik

Valur freistar þess að koma sér skrefi nær riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla með því að leggja moldóvska liðið Sheriff að velli í seinni leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Ætlað að fylla skarð Írana á kantinum

Albert Guðmundsson segir flest benda til að hann muni leika stærra hlutverk í aðalliði AZ Alkmaar en hann gerði hjá PSV Eindhoven. Þess vegna ákvað hann að söðla um og færa sig um set á milli liðanna í vikunni.

„Eistun skreppa bara upp í maga“

„Ég var að spyrja af hverju það sé flaggað á okkur þegar Jákup kemst einn í gegn í fyrri hálfleik,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld en hann ræddi lengi við dómara leiksins eftir leikslok og var ekki sáttur.

Chelsea lánar hann í sjöunda sinn

Nígeríski landsliðsmaðurinn Kenneth Omeruo telst leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en eins og áður fær hann ekki að spila með liðinu.

Sjá næstu 50 fréttir