Fleiri fréttir

Eiður um Ronaldinho: Tók fótboltann upp á næsta stig

Eiður Smári vottaði Ronaldinho virðingu sína á Instagram síðu sinni í gær. Telur Eiður að brasíliski töframaðurinn hafi tekið fótboltann upp á næsta stig. Eiður og Ronaldo léku listir sínar saman hjá Barcelona árin 2006-2008.

Asensio hetja Real Madrid í naumum bikarsigri

Spænska ungstirnið Marco Asensio kom Real Madrid til bjargar í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á 89 mínútu í 1-0 sigri á Leganes í spænska bikarnum. Var þetta fyrri leikur liðanna, en sá síðari fer fram á heimavelli Real þann 24. janúar.

Ragnar á leið til íslendingaliðsins Rostov

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er að ganga í raðir rússneska liðsins Rostov, þar sem hann mun hitta fyrir samherja sína í íslenska landsliðinu, Sverri Inga Ingason og Björn Bergmann Sigurðson. Verður þetta þriðja rússneska liðið sem Ragnar mun spila fyrir.

Liverpool á ekki lengur dýrustu afrísku fótboltamennina

Kongómaðurinn Cedric Bakambu verður dýrasti afríski fótboltamaður heimsins þegar kínverska félagið Beijing Guoan kaupir hann frá spænska félaginu Villarreal. Það þýðir að methafarnir eru ekki lengur í Bítlaborginni.

Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til að slá út Norwich

Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til þess að slá Norwich út úr þriðju umferð enska bikarsins. Þetta var endurtekinn leikur, en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Chelsea því komið í fjórðu umferðina.

Messi klúðraði víti í tapi

Lionel Messi klúðraði vítaspyrnu þegar Barcelona tapaði fyrir Espanyol í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Costa skoraði aftur

Diego Costa var á skotskónum fyrir Atletico Madrid sem tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Kári ætlar að ná toppsætinu af Celtic

Kári Árnason vonast eftir því að lyfta skoska meistaratitlinum á loft í sumar, en lið hans Aberdeen er átta stigum á eftir toppliði Glasgow Celtic.

Mbappe, Neymar og Cavani hættulegastir í Evrópu

Edinson Cavani, Neymar og Kylian Mbappe eru besta sóknarþrenning Evrópu, en Bleacher Report hefur tekið saman gögn um alla sóknarmenn í fimm stærstu deildum Evrópu og Meistaradeildinni til þess að skoða hverjir eru hættulegastir fram á við.

Viktor Karl æfir með Tromsø

Viktor Karl Einarsson, miðjumaður AZ Alkmaar, er nú á reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu, Tromsø. Þessu greinir bæjarvefurinn í Tromsø frá.

Sjá næstu 50 fréttir