Fleiri fréttir

Ingibjörg samdi við Djurgården

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården.

Courtois frestar endurnýjunarviðræðum við Chelsea

Thibaut Courtois, markmaður Englandsmeistara Chelsea, gæti verið á leið frá félaginu. Samningur hans við Chelsea rennur út eftir 18 mánuði en hann vill fá nýjan samning, hvort sem hann verður við Chelsea eða eitthvað annað félag, fyrir lok þessa tímabils.

Hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum

Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru komnir með ellefu stiga forystu í toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á nágrönnum sínum í United í toppslagnum á Old Trafford í gær . City vann sinn fjórtánda deildarleik í röð og jafnaði met Arsenal frá 2002. Ekki fyrsta liðið undir stjórn Guaridola sem stingur af.

Manchester er blá | Sjáðu mörkin

Manchester City er komið með 11 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 sigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í loka leik 16. umferðar.

Sverrir tryggði Rostov sigur

Sverrir Ingi Ingason skoraði sigurmark Rostov gegn Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Klopp vildi sjá Gylfa fá rautt spjald

Jurgen Klopp var að vonum ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool við Everton í slagnum um Bítlaborgina í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar Alex og félagar unnu þriðja leikinn í röð

Rúnar Alex stóð vaktina sem fyrr í marki Nordsjælland þegar að liðið vann þriðja leik sinn í röð. Nordsjælland er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, 3 stigum á eftir toppliði Bröndby.

Alan Shearer skorar á Mike Ashley að selja Newcastle

Newcastle goðsögnin Alan Shearer hefur skorað á Mike Ashley, eiganda Newcastle að selja félagið áður en það verði of seint. Ashley liggur undir feldi og hugleiðir 250 milljón punda tilboð í félagið.

Dortmund rak þjálfarann sinn

Borussia Dortmund tilkynnti á blaðammannafundi í hádeginu að félagið hafi rekið Peter Bosz, knattspyrnustjóra liðsins, úr starfi. Þá tilkynnti félagið að Peter Soger taki við stjórn liðsins út tímabilið. Gengi Dortmund á þessu tímabili hefur verið langt undir væntingum og hefur liðið aðeins unnið einn af seinustu þrettán leikjum sínum.

Klopp þreyttur á orðrómunum

Jurgen Klopp, þjálfari á Liverpool, er kominn með nóg af orðrómum um mögulega brottför Philippe Coutinho frá félaginu. Hann hvetur Coutinho og sóknarmenn Liverpool til að vera áfram á Anfield. Undir hans stjórn geti þeir hámarkað hæfileika sína.

Markalaust í toppslagnum á Ítalíu

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í uppgjöri Ítalíumeistaranna í Juventus og toppliðs Seríu A deildarinnar, Inter Milan, í kvöld.

Sjálfsmark Perez tryggði Leicester sigurinn

Leicester vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið heimsótti lærisveina Rafael Benitez í Newcastle sem hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum.

Ronaldo hélt uppá fimmta gullboltann með tveim mörkum og sigri

Cristiano Ronaldo fagnaði fimmta gullboltanum, sem hann fékk í vikunni fyrir það að vera besti leikmaður heims, með tveim mörkum og auðveldum 5-0 sigri á slöku liði Sevilla. Þrátt fyrir sigurinn er Real í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, 5 stigum á eftir Barcelona.

Tottenham valtaði yfir Stoke

Tottenham vann auðveldan sigur á slöku liði Stoke fyrr í dag, 5-1. Tottenham hafði fyrir leikinn ekki unnið síðustu 5 deildarleiki sína. Sitja þeir í 5. sæti ensku deildarinnar, 15 stigum á eftir toppliði Manchester City.

Fimmta stoðsending Jóhanns Berg

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa komið mikið á óvart í vetur og þeir unnu sterkan sigur þegar Watford kom í heimsókn, en gestirnir hafa líka verið að gera meira en flestir bjuggust við.

Bæjarar auka forskot sitt á toppi deildarinnar

Eftir leiki dagsins í þýsku Bundesligunni er forskot Bayern Munich orðið 8 stig. Brösugt gengi Dortmund heldur áfram og er pressan á þjálfara liðsins, Peter Bosz, orðin gríðarleg

Fyrsti sigur Moyes kom gegn meisturunum

West Ham unnu englandsmeistara Chelsea óvænt í fyrsta leik enska boltans í dag, 1-0. Var þetta fyrsti sigur liðsins undir stjórn David Moyes, sem tók við af liðinu fyrir nokkrum vikum síðan.

Forseti Real Madrid hvetur Neymar til að ganga til liðs við félagið

Sagan endalausa um Neymar og Real Madrid virðist ætla að halda áfram, þrátt fyrir að PSG hafi í sumar gert Neymar að dýrasta leikmanni heims. Forseti Real Madrid, Florentino Perez, sagði í viðtali á dögunum að vilji Neymar verða valinn besti leikmaður heims sé aðeins eitt fyrir hann í stöðunni, ganga til liðs við Real Madrid.

Tímabilið er undir í Manchester slagnum

Man.City getur náð 11 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á United í borgarslagnum. Besta sóknin mætir bestu vörninni á Old Trafford.

Stríddu Lionel Messi mikið á Twitter

Fólkið á Twitter-síðunni Genius Football hefur verið svolítið upptekið af útnefningu Cristiano Ronaldo í gær en Portúgalinn fékk þá Gullboltann annað árið í röð og í fimmta sinn á ferlinum.

Luton Town skorar meira en Man City

Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og virðist óstöðvandi. Það er hins vegar lið í fjórðu deild á Englandi sem hefur skorað flest mörk á tímabilinu, ekki City.

Sjá næstu 50 fréttir