Fleiri fréttir

Kristján Flóki skoraði | Viðar Ari í sigurliði Brann

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Brann þegar liðið sótti Viking heim í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristján Flóki Finnbogason skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Start í norsku 1. deildinni.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 0-1 | Slysalegt sigurmark fór langt með að fella Skagamenn

Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní.

Norrköping sigraði | Göteborg gerði jafntefli

Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson voru í byrjunarliði Norrköping sem sigraði Sirius 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Elías Már Ómarsson kom inn fyrir Göteborg sem varamaður í 1-1 jafntefli við Hacken.

Fyrsti leikur Alberts fyrir PSV

Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 90. mínútu í 4-1 sigri PSV á Breda í hollensku úrvalsdeildinni

Mourinho vill lenda undir

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði í viðtali að hann vilji lenda í þeirri stöðu að vera að tapa leikjum til að sjá hvernig lið hans bregst við mótlæti.

Tryggvi kom inn í tapi Halmstad

Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Höskuldur Gunnlaugsson var í byrjunarliðinu en var tekinn út af í byrjun seinni hálfleiks.

Ásgeir Eyþórs farinn frá Fylki

Fylkir verður án varnarmannsins Ásgeirs Eyþórssonar það sem eftir lifir tímabilsins í Inkasso deildinni. Ásgeir hefur spilað í öllum leikjum Fylkis í sumar og skorað eitt mark.

Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta

"Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.

Alan Pardew: Lukaku er of hægur

Alan Pardew og Thierry Henry gagngrýna Romelu Lukaku fyrir að vera of hægur án bolta. Lukaku skoraði í dag sitt þriðja mark í tveimur leikjum fyrir Manchester United.

Barcelona aftan á treyjum leikmanna

Leikmenn spænska liðsins Barcelona hafa ákveðið að spila ekki með nöfn sín aftan á treyjunum í leik liðsins gegn Real Betis á morgun, heldur standi "Barcelona“ aftan á treyjunum til að heiðra fórnarlömb hriðjuverkaárásarinnar sem gerð var á borgina.

Juventus byrjaði á sigri

Ítölsku meistararnir í Juventus byrjuðu titilvörn sína á sigri gegn Cagliari í opnunarleik Seríu A í dag.

Fylkir heldur sér í toppbaráttunni

Fylkir vann 4-1 sigur á Leikni F í Inkasso deildinni í Árbænum í dag. Með sigrinum jafnar Fylkir Þrótt að stigum í öðru sætinu, en Keflavík er með eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Kári á bekknum í sigri Aberdeen

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var á bekknum í dag þegar lið hans Aberdeen sigraði Dundee í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sjá næstu 50 fréttir