Fleiri fréttir

Inter heldur pressu á Milan og Napoli

Ivan Perisic var maður leiksins þegar hann lagði upp bæði mörk Inter gegn Verona í ítölsku seríu A deildinni í dag, lokatölur 2-0.

„Ætlum að ná í þessi þrjú stig“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir segir að íslenska fótboltalandsliðið sé ánægt með hvernig það spilaði í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi á fimmtudaginn. Á þriðjudaginn mætir Ísland svo Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM.

Chelsea skoraði sex gegn Southampton

Chelsea var búið að tapa tveimur leikjum síðustu sex daga með markatölunni 7-2 en svöruðu heldur betur fyrir það í dag með því að gjörsigra Southampton 0-6 á St. Mary‘s vellinum.

Aftur tapar Arsenal

Baráttan um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni er galopin eftir að Brighton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal á Emirates vellinum í dag, 1-2.

Rangnick: Hefðum átt að skapa meira

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum niðurlútur eftir erfitt tap sinna manna gegn Everton í hádeginu í dag.

Frábær sigur Everton á Manchester United

Everton vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli. Lokatölur í leiknum urðu 1-0 fyrir heimamenn sem eru eftir sigurinn fjórum stigum frá fallsæti.

Tóku til í stúkunni eftir tap

Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir.

Veiði hófst í Hólaá 1. apríl

Hólaá er vel þekkt af veiðimönnum sem sækja í að kasta flugu fyrir bleikju í rennandi vatni en það eru ekki margir sem hafa veitt hana sem vorveiðiá.

Leclerc á ráspól í Ástralíu

Ökuþórinn Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, náði besta tímanum í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer í Melbourne á morgun, sunnudag.

NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni.

Dagskráin í dag: Bland í poka á laugardegi

Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld, enda eru hvorki meira né minna en 15 beinar útsendingar í boði.

Umfjöllun: Kefla­vík – Tinda­stóll 92-75 | Heima­menn svöruðu og einvígið er jafnt

Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu.

Elliði skoraði fjögur í öruggum sigri Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum er Gummersbach vann öruggan átta marka sigur gegn Hamm-Westfalen í toppslag þýsku B-deildarinnar í handbolta í kvöld, 37-29.

Sara Rún og stöllur hennar með bakið upp við vegg eftir skell

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta máttu þola 19 stiga tap er liðið heimsótti Sepsi í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 75-56 og Sepsi leiðir einvígið því 2-0 eftir nauman sigur í gær.

Alfons og félagar í flokk með Real Madríd

Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt gerðu José Mourinho og lærisveinum hans í Róma enn einn grikkinn í gær er liðin mættust í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. 

„Voða sáttur með þig núna?“

Það eru ekki nema tíu dagar þar til að boltinn byrjar að rúlla í Bestu deild karla í fótbolta og áður en að því kemur mætast bestu lið síðustu leiktíðar, Víkingur R. og Breiðablik, í Meistarakeppni KSÍ á sunnudag.

Aðstoðarmaður Mourinhos kærður vegna kverkataks í göngunum

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Bodö/Glimt hafa nú ákveðið að kæra Nuno Santos, markmannsþjálfara Roma, vegna árásar á Kjetil Knutsen, þjálfara norska liðsins, eftir 2-1 tap Roma í Noregi í gærkvöld. Atvikið náðist á myndband.

„Lélegasta liðið í deildinni“

„Það er algjört andleysi yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um leik Aftureldingar að undanförnu í Olís-deild karla í handbolta. Mosfellingar fengu sinn skerf af gagnrýni í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar.

Þriggja ára bann fyrir niðrandi orð um sam­kyn­hneigða

Ungur stuðningsmaður Arsenal fær ekki að stíga fæti inn á knattspyrnuleikvang næstu þrjú árin eftir að hafa kallað niðrandi orð um samkynhneigða er Arsenal heimsótti Brighton & Hove Albion í október á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir