Fleiri fréttir

Íslenskar mínútur víðsvegar um Evrópu

Dagný Brynjarsdóttir, Hjörtur Hermannsson og Hólmbert Aron Friðjónsson fengu öll í mínútur í sigurleikjum sinna liða víðsvegar um Evrópu í dag. 

Kai Havertz var hetja Chelsea á loka mínútunum

Chelsea vann fyrsta leikinn heimaleikinn sinn eftir frystingu eigna Romans Abramovich, 1-0. Newcastle var í heimsókn en sigurmark Chelsea kom mjög seint, í leik sem aðeins ársmiðahafar á Stamford Bridge máttu mæta á.

Petr Čech: „Við vitum ekki svörin við sjálf“

Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea og fyrrum leikmaður liðsins, var í viðtali við Sky Sport fyrir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Čech var mikið spurður út í óvissu skýið sem gnæfir yfir Chelsea þessa dagana en hann sagðist sjálfur vera að leita af svörum.

Tvö Íslendingalið í undanúrslitum

Eftir úrslit dagsins í sænska bikarnum eru bara tvö Íslendingalið eftir í keppninni. Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar í Rosengård fóru áfram í undanúrslit í gær.

„Tími Abramovich hjá Chelsea hefur verið jákvæður“

Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, sagði á fréttamannafundi liðsins fyrir leikinn gegn Manchester City á morgun að fótboltaheimurinn ætti að muna eftir Roman Abramovich fyrir allt það góða sem hann hefur gert.

Tvö ný persónuleg stigamet í NBA í nótt

Það voru sjö leikir á dagskrá í NBA körfuboltanum í nótt og mikið um dýrðir. Klay Thompson fór á kostum gegn meisturunum í Milwaukee Bucks. Á sama tíma voru bæði Josh Hart og Jordcan Clarkson með stórleiki en þeir hafa aldrei skorað eins mikið af stigum og þeir gerðu í nótt fyrir sín lið.

Besti árangur Íslands frá upphafi

Hilmar Snær Örvarsson, frá skíðadeild Víkings, átti frábæra nótt í Kína á vetrarólympíuleiknum fatlaðra. Hilmar keppti í svigi þar sem hann endaði fimmti með samanlagðan tíma upp á eina mínútu og 36,92 sekúndur.

Markahæsti leikmaður knattspyrnusögunnar

Cristiano Ronaldo bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt þegar hann skoraði þrennu í 3-2 sigri Manchester United á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. Þetta var fjórði stóri titilinn sem Valur vinnur undir stjórn Snorra og sá þriðji á síðustu níu mánuðum. Þeir hafa allir unnist á Ásvöllum.

18. umferð CS:GO lokið: Enn líf í toppbaráttuni

18. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Þórs á XY. Þór á því enn möguleika á að vinna deildina, en Dusty er komið með níu fingur á bikarinn.

Tvenna Toney sökkti Burnley

Christian Eriksen og Ivan Toney voru allt í öllu þegar Brentford lagði Burnley að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

GOG styrkir stöðu sína á toppnum

Það var mikið spilað í danska handboltanum í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG eru í góðum málum á toppi úrvalsdeildar karla á meðan að Kolding, með Ágúst Elí innanborðs, eru í slæmri stöðu á hinum enda deildarinnar. Steinun Hansdóttir gerði eitt mark fyrir Skanderborg í úrvalsdeild kvenna. 

Ágúst Þór Jóhannsson: Við áttum þennan sigur skilið

Valur er bikarmeistari kvenna í Coca Cola bikarnum eftir sex marka sigur á Fram. Jafnræði var stærstan hluta leiks en Valskonur náðu góðu forskoti rétt undir lok leiks og sigruðu að lokum 25-19. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega ánægður með titillinn.

Jafntefli í toppslag seríu B

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce sem gerði 1-1 jafntefli við Brescia í toppslag ítölsku B deildarinnar. Þórir spilaði 45 mínútur áður en honum var skipt af leikvelli í hálfleik.

Rosengård áfram í undanúrslit

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård í auðveldum 4-0 sigri á Linköping í sænska bikarnum í fótbolta í dag.

Aron með tvö mörk í stórsigri

Álaborg vann 12 marka stórsigur á Skanderborg, 38-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Liverpool eykur pressuna á City

Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Brighton & Hove Albion í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann leikinn 0-2 á Amex vellinum í Brighton.

Bayern München endurheimti toppsætið

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í 2-4 sigri Bayern München á útivelli gegn Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Haaland nær samkomulagi við Man City

Breskir og þýskir fjölmiðlar hafa margir verið að greina frá því síðasta sólarhring að Manchester City sé búið að ná samkomulagi við norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland.

Sjá næstu 50 fréttir