Fleiri fréttir

Klopp um Elliott: „Óttalaus og frábær fótboltamaður“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í góðu skapi eftir 3-1 sigur liðsins gegn Cardiff í fjórðu umferð FA-bikarsins í dag. Þjóðverjinn hrósaði Harvey Elliott sérstaklega eftir leik, en leikmaðurinn ungi skoraði þriðja mark Liverpool eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Atalanta missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti

Atalanta missteig sig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu er liðið tók á móti fallbaráttuliði Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 2-1, en sigurinn lyfti Cagliari upp úr fallsæti.

Ótrúleg endurkoma tryggði Kamerún bronsið

Kamerún tryggði sér þriðja sæti Afríkumótsins í fótbolta með sigri gegn Búrkína Fasó í vítaspyrnukeppni í kvöld. Kamerún lenti 3-0 undir snemma í síðari hálfleik, en snéru leiknum við á lokamínútunum.

Tumi steinn skoraði sjö í sigri Coburg

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Coburg er liðið vann níu marka sigur gegn Emsdettan í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 34-25.

Markalaust í botnslagnum

Burnley og Watford gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Turf Moor, heimavelli Burnley, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Harri: Vorum algjörir aumingjar í fyrri hálfleik

HK tapaði sínum fyrsta leik á árinu 2022 gegn Haukum á Ásvöllum. Fyrri hálfleikur Hauka var frábær og enduðu heimakonur á að vinna átta marka sigur 28-20. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik.

Rúnar Alex stóð vaktina í góðum sigri | Elías Már sá rautt í tapi

Það voru þrír Íslendingar í eldlínunni í evrópska fótboltanum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki OH Leuven í 3-1 sigri í belgísku deildinni, Elías Már Ómarsson fékk beint rautt spjald í frönsku B-deildinni og Árni Vilhjálmsson kom inn af varamannabekknum í sömu deild.

Tíu leikmenn Bolton björguðu stigi

Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton björguðu stigi er liðið heimsótti Morecambe í ensku C-deildinni í dag. Lokatölur urðu 1-1, en jöfnunarmark Bolton kom seint í uppbótartíma.

Haukur skoraði eitt í enn einum sigri Kielce

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Vive Kielce er liðið vann öruggan 13 marka sigur gegn Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 34-21, en Kielce hefur unnið alla 14 leiki tímabilsins.

Valskonur fóru illa með botnliðið

Valskonur unnu afar sannfærandi 16 marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 37-21 og Valskonur halda í við topplið Fram.

Chelsea þurfti framlengingu gegn C-deildarliði Plymouth

Evrópumeistarar Chelsea þurftu framlengingu til að slá C-deildarlið Plymouth Argyle úr leik í fjórðu umferð FA-bikarsins í dag. Lokatölur urðu 2-1 þar sem bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði sigurmarkið.

Sjá næstu 50 fréttir