Fleiri fréttir

Hannes: Megum ekki sökkva okkur í volæði
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að leikurinn gegn Belgum í kvöld verði stórt próf fyrir íslenska liðið eftir hörmungarnar í Sviss um síðustu helgi.

Margir tóku þátt í síðasta sigri A-landsliðsins en spila með 21 árs liðinu í dag
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann síðast leik í janúar síðastliðnum en þá voru stjörnuleikmenn íslenska liðsins uppteknir með félagsliðum sínum þar sem leikurinn var ekki spilaður á alþjóðlegum leikdegi.

Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“
Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum.

Seinni bylgjan: „Körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar“
Olísdeildin stendur best að vígi þegar kemur að spilatíma ungra leikmanna en er hún enn grjóthörð þrátt fyrir nýja reglubreytingu?

Spurði hvort hann mætti vera með á æfingu og fékk samning
Keflavík hefur samið við hinn litháenska Mantas Mockevicius um að spila með liðinu í Domino's deild karla í vetur. Mockevicius bankaði upp á í íþróttahúsinu og spurði hvort hann mætti vera með.

Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu
Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss.

Rose fjórði Englendingurinn sem nær á toppinn
Englendingurinn Justin Rose komst í gær á topp heimslistans í golfi. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem Rose nær þessum merka áfanga.

Nýju þjálfararnir í NFL-deildinni töpuðu allir
Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL.

Seinni bylgjan um Tuma Stein: „Geggjað efni, mætir í fyrsta leik eins og hann eigi hann“
Tumi Steinn Rúnarsson fór frá Val yfir í Gróttu í sumar til þess að fá meiri spilatíma. Hann fór á kostum í liði Aftureldingar sem valtaði yfir Stjörnuna í fyrstu umferð Olísdeildarinnar.

Simeone: Griezmann var besti leikmaður heims síðasta tímabil
Diego Simeone segir engan vafa á því að Antoine Griezmann var besti leikmaður heims á síðasta tímabili. Griezmann var ekki einn af þeim þremur sem tilnefndir eru af FIFA sem besti leikmaður heims.

Ramos: Modric átti að skilið að vinna frekar en Ronaldo
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, er mjög ánægður með verðlaun UEFA fyrir besta leikmann síðasta tímabils en það vakti mikla athygli þegar Luka Modric fékk þau en ekki Cristiano Ronaldo.

Sjáðu Maradona taka Víkingaklappið í Mexíkó: "Ég var veikur í fjórtán ár“
Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Hann lærði greinilega Víkingaklappið á HM í Rússlandi í sumar.

UEFA ætlar að búa til þriðju Evrópukeppnina
Við þekkjum öll Meistaradeildina í fótbolta og Evrópudeildina í fótbolta en nú er vona á nýrri Evrópukeppni hjá Knattspyrnusambandi Evrópu.

Ótrúlegt klúður Gróttu: Samdi fyrir tveimur mánuðum en var ekki orðinn löglegur korter í leik
Grótta gerði ótrúlegt jafntefli við ÍBV í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta á sunnudaginn. Seltirningar áttu ás upp í erminni sem þeir gátu ekki notað, því rétt fyrir leik kom upp að einn þeirra besti leikmaður var ekki með leikheimild.

Shaw ekki með gegn Watford
Luke Shaw verður ekki með Manchester United í leiknum gegn Watford á laugardaginn. Shaw þarf að sitja hjá í sjö daga vegna heilahristings sem hann fékk í leik með enska landsliðinu um helgina.

Leikmennirnir með úrslitaatkvæðið hvort leikið verði í Bandaríkjunum
Leikmenn úrvalsdeildarliðanna á Spáni munu ráða því hvort að leikir í La Liga verði spilaðir í Bandaríkjunum. Þetta segja spænsku leikmannasamtökin.

Vilja endurheimta stoltið
Leikmenn og þjálfarateymi íslenska fótboltalandsliðsins fengu vænan kinnhest þegar liðið hóf vegferð sína undir stjórn Eriks Hamrén. Nú þarf íslenska liðið að reisa sig við eftir að hafa verið slegið til jarðar.

Alderweireld ræddi um tap Íslands í Sviss og nýja Þjóðadeildarlagið
Það verður mikið um dýrðir í Laugardalnum í kvöld er eitt besta landslið heims, Belgía, mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni.

Ferrari aðdáendur vilja halda Raikkonen
Yfir tuttugu þúsund aðdáendur ítalska Formúlu 1 liðsins Ferrari vilja halda Finnanum Kimi Raikkonen í röðum liðsins á næsta ári.

Till fékk knús frá móður Woodley eftir bardagann | Myndband
Englendingurinn tapaði sínum fyrsta bardaga á ferlinum er veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley pakkaði honum saman um nýliðna helgi. Till fékk ást úr óvæntri átt eftir bardagann.

Terry mokar inn Rússagulli
John Terry mun bæta vel í eftirlaunasjóðinn með veru sinni hjá Spartak Moskva. Hann skrifaði á dögunum undir eins árs samning við félagið.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Akureyri 28-27 │Háspenna í grannaslagnum
KA lagði Akureyri Handboltafélag að velli með minnsta mögulega mun þegar þessi nágrannalið mættust í nýliðaslag í 1.umferð Olís-deildar karla.

Enginn með betra markahlutfall en Belgar síðustu fjögur ár
Belgar eru það landslið í heiminum sem skorar hraðast. Þetta segir í grein belgíska miðilsins HLN.

„Draumur síðan í æsku“
Sigþór Gunnar Jónsson var hetjan í Akureyrarslagnum í Olís-deild karla í kvöld.

Svíar köstuðu frá sér tveggja marka forystu á heimavelli
Svíþjóð kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Tyrkjum á heimavelli í B-deild Þjóðadeildarinnar en liðin leika í riðli tvö.