Fleiri fréttir

Hannes: Megum ekki sökkva okkur í volæði

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að leikurinn gegn Belgum í kvöld verði stórt próf fyrir íslenska liðið eftir hörmungarnar í Sviss um síðustu helgi.

Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu

Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss.

Nýju þjálfararnir í NFL-deildinni töpuðu allir

Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL.

Shaw ekki með gegn Watford

Luke Shaw verður ekki með Manchester United í leiknum gegn Watford á laugardaginn. Shaw þarf að sitja hjá í sjö daga vegna heilahristings sem hann fékk í leik með enska landsliðinu um helgina.

Vilja endurheimta stoltið

Leikmenn og þjálfarateymi íslenska fótboltalandsliðsins fengu vænan kinnhest þegar liðið hóf vegferð sína undir stjórn Eriks Hamrén. Nú þarf íslenska liðið að reisa sig við eftir að hafa verið slegið til jarðar.

Terry mokar inn Rússagulli

John Terry mun bæta vel í eftirlaunasjóðinn með veru sinni hjá Spartak Moskva. Hann skrifaði á dögunum undir eins árs samning við félagið.

Keflavík upp í Pepsi-deild kvenna

Keflavík leikur í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir 5-0 sigur liðsins á Hömrunum í kvöld.

Góður lokahringur Tiger dugði ekki til

Tiger Woods, einn besti golfari fyrr og síðar, var í toppbaráttunni á BMW-mótinu sem lauk í dag en hann endaði í sjöunda sætinu eftir mikla baráttu.

Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði

Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams.

Jürgen Klopp hrósar Steven Gerrard

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með það sem hann hefur séð í frumraun Steven Gerrard sem knattspyrnustjóra Rangers í Skotlandi.

Johnson fékk vægt hjartaáfall

Einn fljótasti maður allra tíma, Michael Johnson, segist vera á fínum batavegi eftir að hafa veikst í síðustu viku.

25 punda stórlax af Nessvæðinu

Nessvæðið á sína blómlegu stórlaxadaga í september og þrátt fyrir að heildarveiðin hafi verið heldur róleg er það ekki magnið sem dregur veiðimenn á svæðið.

Shaw farinn heim til Manchester

Luke Shaw hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins og er farinn aftur til Manchester eftir höfuðmeiðsli í leik Englands og Spánar á laugardag.

Fín veiði í Affallinu

Affallið hefur verið mjög gott í sumar en áin er oft einna best þegar líður á tímabilið.

Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné

Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau.

Sjá næstu 50 fréttir