Fleiri fréttir

„Trump er hálfviti“

Hinn sterki útherji Seattle Seahawks, Doug Baldwin, hefur ekki mikið álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta og segir að hann sé einfaldlega hálfviti.

UFC ræðir við Conor um helgina

Dana White, forseti UFC, ætlar að nýta ferðina til Englands um helgina til þess að ræða við stærstu stjörnu bardagasambandsins, Conor McGregor.

Þrefalt hjá Ester og Selfossi á lokahófi HSÍ

Lokahóf HSÍ fór fram í kvöld þar sem voru valdir bestu leikmennirnir, mikilvægustu og þeir efnilegustu í Olís-deild karla og kvenna og einnig Grill-66 deildum karla og kvenna. Einnig voru valdir bestu þjálfararnir á nýafsöðnu tímabili.

Ólsarar höfðu betur á Ásvöllum

Víkingur Ólafsvík nældi sér í afar mikilvæg þrjú stig er liðið vann 1-0 sigur á Haukum á Ásvöllum en leikurinn var liður í fjórðu umferð Inkasso-deildarinnar.

Í beinni: Fer Ólafía í gegnum niðurskurðinn?

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 50. - 69. sæti eftir fyrsta hring á Volvik mótinu í golfi sem fram fer í Michigan fylki og er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari.

Jói Berg: Ég reyndi að vera rómantískur

Árið hefur verið magnað hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni sem var í lykilhlutverki hjá spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk svo nýjan samning og er nýbúinn að trúlofa sig. Svo er HM fram undan. Þvílíkt ár.

Skilur ekki leikmenn sem vilja yfirgefa Liverpool

Eigandi Liverpool, John Henry, segist ekki skilja það afhverju leikmenn vilji fara frá félaginu. Philippe Coutinho fór frá Liverpool í janúar en þarf nú að horfa á fyrrum liðsfélaga sína spila í einum stærsta leik heims, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Borche verður áfram í Breiðholtinu

Borche Ilievski mun halda áfram að þjálfa ÍR á komandi tímabili í Domino's deild karla. Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR staðfesti þetta við Karfan.is fyrr í dag.

Sara Björk fer í myndatöku á morgun

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fer í myndatöku á morgun og það skýrist á næstu dögum hversu lengi hún verður frá keppni.

Arnór gengur til liðs við Blika

Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili. Liðið hefur safnað að sér leikmönnum á síðustu dögum og í dag samdi Arnór Hermannsson við félagið.

Sara Björk: Mun koma aftur sterkari en nokkru sinni fyrr

Það var viðburðarríkur dagur í lífi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu áður en hún þurfti að fara meidd af velli í seinni hálfleik. Sara Björk tjáði sig um gærdaginn á Twitter í dag.

Eiður Smári var í besta sigurliði allra tíma í Meistaradeildinni

Eiður Smári Guðjohnsen var hluti af besta liði sem nokkur tíman hefur sigrað Meistaradeild Evrópu að mati fótboltasérfræðinga FourFourTwo. Eiður vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2009 eftir sigur á Manchester United í úrslitaleiknum í Róm.

Aubameyang: Arsenal hefur staðnað síðustu ár

Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar og spilaði síðustu mánuðina af stjóratíð Arsene Wenger hjá félaginu. Aubameyang segir félagið hafa staðnað undir stjórn Wenger og er spenntur fyrir komandi tímum.

Ungar skyttur á leið í Breiðholtið

Skytturnar Pétur Árni Hauksson og Ásmundur Atlason eru á leið í Breiðholtið og hafa náð samkomulagi við ÍR um að spila með liðinu á næsta tímabili í Olís deild karla.

Gordon tryggði Houston sigurinn og forystuna

Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags.

Donni og Kolbeinn Aron í ÍBV

Kristján Örn Kristjánsson og Kolbeinn Aron Arnarsson eru gengnir í raðir þrefaldra meistara ÍBV en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu ÍBV í kvöld.

Hásinin ekki slitin hjá Söru

Sara Björk Gunnarsdóttir segir að hásinin sé ekki slitin en hún þarf að fara í myndatöku og þá komi í ljós hversu alvarleg meiðsli hennar séu.

Ísak til Austurríkis

Ísak Rafnsson hefur skrifað undir samning við austurríska félagið Scwaz Handball Tirol en þetta herma heimildir Vísis.

Sjá næstu 50 fréttir