Fleiri fréttir

Hart og Wilshere ekki á HM

Joe Hart og Jack Wilshere verða ekki í leikmannahópi enska landsliðsins á HM í sumar en hann ku hafa fengið þessar fréttir fyrr í vikunni. Þetta herma heimildir enskra miðla.

Arnar: Ákveðið plan sem gekk ekki eftir

„Hann var góður í markinu. Það verður ekki af honum tekið,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, um Birki Fannar, markvörð FH, eftir 28-25 tap hans manna gegn FH í kvöld.

Guðjón Pétur áfram í Val

Guðjón Pétur Lýðsson mun ekki yfirgefa herbúðir Vals eins og allt benti til í dag en þetta segir í tilkynningu frá Val í kvöld.

Tap í framlengingu og West Wien úr leik

West Wien er úr leik í úrslitakeppninni um austurríska meistaratitilinn í handbolta en liðið féll úr leik gegn Apla Hard í oddaleik í undanúrslitaeinvíginu í kvöld.

Gæti komist á HM í fimmta sinn

Mexíkóinn Rafael Marquez gæti komist í fámennan hóp manna á HM í Rússlandi í sumar enda á hann möguleika á því að komast á HM í fimmta sinn á ferlinum.

Andri Rúnar skoraði í grátlegu jafntefli

Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Helsingborg er liðið gerði grátlegt 1-1 jafntefli við Landskrona BoIS á útivelli í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Jlloyd Samuel látinn

Jlloyd Samuel, fyrrum leikmaður Aston Villa og Bolton, lést í bílslysi í morgun. Það var knattspyrnusamband Trinidad & Tobago sem greindi frá þessu síðdegis.

Melsungen vill fá Alfreð í sumar

Sky í Þýskalandi greinir frá því í dag að forráðamenn þýska úrvalsdeildarliðsins Melsungen séu að reyna að lokka Alfreð Gíslason til sín í sumar.

Kári Árna kveður Aberdeen

Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem hefur leikið með skoska liðinu Aberdeen í vetur, mun halda á önnur mið á næsta tímabili.

30 dagar í HM: Orustan um Santiago

Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum.

Pepsimörkin: Fjölnir færði FH gjafir

Leikur Fjölnis og FH í Egilshöllinni var skrautlegur og stórskemmtilegur. Reynir Leósson skoðaði í Pepsimörkunum hvernig FH fór að því að vinna leikinn.

Everton losar sig við Allardyce í vikunni

Everton mun leysa Sam Allardyce frá störfum í vikunni og fyrrum stjóri Watford, Marco Silva, mun taka við starfi hans. Þessu heldur breska blaðið Guardian fram.

Pepsimörkin: Vítaveisla í Garðabænum

Helgi Mikael Jónasson gerði sér lítið fyrir og dæmdi fjórar vítaspyrnur í leik Stjörnunnar og Víkings í gær. Þær voru að sjálfsögðu allar grandskoðaður í Pepsimörkunum í gær.

Erum með mikið sjálfstraust

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur raðað inn mörkum fyrir Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Berglind Björg er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fjögur mörk eftir fyrstu tvo leikina.

Pochettino á radar Chelsea

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá eru forráðamenn Chelsea að íhuga að reyna að stela stjóra Tottenham, Mauricio Pochettino.

Durant og Harden fóru í skotkeppni

Golden State Warriors er komið 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Houston Rockets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir 119-106 stiga sigur í nótt.

Fyrirliði Perú ekki með á HM

Perú verður án fyrirliða síns á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar eftir að hann var dæmdur til þess að sitja keppnisbann vegna lyfjamisnotkunnar.

Sjá næstu 50 fréttir