Fleiri fréttir

Næstmarkahæst í Meistaradeild

Norska markadrottningin Ada Hegerberg er sú eina sem hefur skorað meira en Sara Björk Gunnarsdóttir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Sara og stöllur í Wolfsburg eru komnar með annan fótinn í úrslitaleikinn.

Rómverjar mæta á Anfield

Liverpool tekur á móti Roma á Anfield í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en seinni leikurinn fer fram í höfuðborg Ítalíu að viku liðinni.

Utah og Houston í lykilstöðu

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves eru með bakið upp við vegginn eftir leiki næturinnar.

Ísland eignast annað EHF-dómarapar

Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson eru nýjasta EHF-dómarapar Íslands en þetta varð ljóst eftir að þeir stóðust dómarapróf EHF um helgina.

Rivaldo: Neymar þarf að koma sér frá PSG

Fyrrum bestu knattspyrnumaður heims, Rivaldo, segir að landi sinn, Neymar, þurfi að fara frá PSG ef hann ætlar sér að verða besti knattspyrnumaður heims.

Walcott hetjan í tíðindalitlum leik

Það var ekki mikið fjör er Everton marði 1-0 sigur á Newcastle í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en leikið var á Goodison.

Breiðablik vill Lennon

Fótboltamiðillinn 433.is greinir frá því á vef sínum fyrr í dag að Breiðablik sé að ræða við Steven Lennon, framherja FH, en Kópavogsliðið er sagt vilja klófesta Skotann.

Ederson vill taka vítaspyrnur fyrir City

Brasilíski markvörðurinn Ederson sem ver mark Englandsmeistara Manchester City hefur látið hafa eftir sér að hann vilji skora mark á tímabilinu.

Liverpool græðir á hruni Leipzig

Slæmt gengi þýska liðsins RB Leipzig í Bundesligunni fær stjórnarmenn Liverpool til þess að brosa því verðmiðinn á Naby Keita minnkar eftir því sem Leipzig fellur í deildinni.

Endurkoman skilaði Alfreð í lið vikunnar

Alfreð Finnbogason snéri aftur í lið Augsburg í þýsku Bundesligunni um helgina eftir meiðsli. Frammistaða hans í endurkomunni skilaði honum í lið vikunnar í deildinni.

Fjölnir fær Svía að láni

Fjölnir hefur fengið til sín sænska framherjann Valmir Berisha að láni. Félagið staðfesti þetta í dag.

FA biðst afsökunar á tísti um Kane

Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur beðið Tottenham og Manchester United afsökunar á tísti sem sambandið sendi út eftir undanúrslitaleik liðanna í ensku bikarkeppninni á laugardag.

Giroud: Wembley eins og garðurinn heima

Olivier Giroud var hetja Chelsea þegar hann skoraði opnunarmarkið í sigri á Southampton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Giroud líður vel á Wembley og sagði það vera eins og að leika sér í garðinum að spila þar.

FH semur við Jónatan Inga

Jónatan Ingi Jónsson er kominn heim í Hafnarfjörðinn og mun spila með FH á komandi tímabili. Félagið staðfesti þetta í dag.

Pinnonen á heimleið

Handknattleikslið Aftureldingar missti lykilmann í dag því eistneska skyttan Mikk Pinnonen mun ekki leika með liðinu næsta vetur.

Aron Einar splæsir í tattú fyrir Gumma Ben

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að borga fyrir húðflúr af íslenska skjaldarmerkinu á bakið á Guðmundi Benediktssyni ef Ísland vinnur Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Sjáðu markaveislu Man. City og Arsenal í stuði gegn West Ham

Manchester City bauð til veislu á heimavelli sínum í gær er Swansea kom í heimsókn. Þetta var fyrsti leikur liðsins síðan það varð sófameistari á dögunum og nú var loksins tækifæri til þess að fagna. Það gerði liðið líka.

Cleveland jafnaði gegn Indiana

Cleveland Cavaliers sótti lífsnauðsynlegan sigur gegn Indiana í gær í einvígi liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Neville: Arsenal þarf Simeone

Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Neville heldur því fram að Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, sé rétti maðurinn til þess að taka við liði Arsenal.

Pep um de Bruyne: „Enginn leikmaður betri“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði að Belginn Kevin de Bruyne ætti skilið að verða útnefndur leikmaður ársins á Englandi. Mohamed Salah var valinn bestur í gærkvöld.

Wenger: Stuðningsmennirnir særðu mig

Arsene Wenger sagði stuðningsmenn Arsenal hafa sært sig með gagnrýninni á hann síðustu misseri. Wenger tilkynnti fyrir helgina um ákvörðun sína að hætta með Arsenal liði eftir tímabilið.

Salah valinn bestur

Mohamed Salah er besti leikmaður Englands þetta tímabilið. Hann var valinn bestur af leikmannasamtökunum í Englandi en valið var kunngjört á árlegu verðlaunahófi samtakanna í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir