Fleiri fréttir

Neville orðinn landsliðsþjálfari Englands

Phil Neville hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Enska knattspyrnusambandið greindi frá ráðningunni í dag.

Dyche framlengdi við Burnley

Burnley verðlaunaði knattspyrnustjóra sinn Sean Dyche fyrir vel unnin störf í dag þegar honum var boðin framlenging á samningi sínum.

Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt

Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins, fagnaði bikarmeistaratitli í Slóvakíu um helgina. Hún hlakkar til að koma heim til Íslands í Hauka og klára tímabilið. Verður án fjölskyldunnar í tíu daga.

Nauðguðu ís­lenskri lands­liðs­konu í keppnis­ferða­lagi

Fimleikakonan Tinna Óðinsdóttir hefur sagt frá skelfilegri reynslu sinni í keppnisferðalagi með íslenska landsliðinu í fimleikum. Fimleikasamband Íslands fékk núverið að vita af þessu máli en þetta er í fyrsta sinn sem Tinna segir frá þessu opinberlega.

Strákarnir töpuðu á móti Ísrael

Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta náði ekki að fylgja eftir sigri á Slóvökum þegar liðið mætti Ísrael á mótinu í Hvíta-Rússlandi.

Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér

Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi.

Kidd rekinn frá Bucks

Jason Kidd var látinn taka pokann sinn hjá Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta í dag. ESPN greinir frá.

Sanchez: Draumi líkast að vera kominn til United

Alexis Sanchez ljóstraði því upp í dag að hann hafi verið nálægt því að ganga í raðir Manchester United þegar Sir Alex Ferguson var við stjórnvöllinn. Hann gekk til liðs við félagið í dag, sem að eigin sögn er það stærsta á Englandi.

Svíar rúlluðu Hvít-Rússum upp

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi í milliriðli eitt á Evrópumótinu í Króatíu.

De Bruyne framlengdi hjá City

Á meðan nágrannarnir í Manchester United tilkynntu um komu Alexis Sanchez til félagsins sagði Manchester City frá því að Belginn Kevin de Bruyne hefði framlengt samning sinn við félagið.

Frakkar með tærnar í undanúrslitunum

Frakkar unnu stóran sigur á Serbum í næst síðustu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta sem stendur nú yfir í Króatíu.

Tímamótasamningur Icelandair og ÍSÍ

Icelandair og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands endurnýjuðu í dag samning um samstarf sitt og er samningurinn sá umfangsmesti til þessa. Þá endurnýjaði Icelandair einnig samstarfssamning við fimm sérsambönd innan ÍSÍ; KSÍ, HSÍ, KKÍ, GSÍ og ÍF.

Myndbandsdómarar fá sæti í Rússlandi

Dómarar á leikjum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar munu geta notið aðstoðar myndbandsdómara, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að myndbandsdómgæsla mun verða notuð á mótinu.

Tony Parker ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá Spurs

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni, hefur ákveðið að ein stærsta stjarnan í sögu félagsins og margfaldur NBA-meistari, muni ekki lengur byrja inná í leikjum liðsins.

Orri Sigurður kominn til Noregs

Orri Sigurður Ómarsson er genginn til liðs við norska félagið Sarpsborg, en greint var frá því fyrir helgi að Valur væri búinn að komast að samkomulagi við Sarpsborg um kaup á miðverðinum.

Sjá næstu 50 fréttir