Fleiri fréttir

City örugglega áfram í úrslitin

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City tóku á móti Manchester City í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. City vann fyrri leikinn 2-1 og fór með 3-2 sigur í kvöld, vann því samanlagt 5-3.

Freyr sáttur: „Úrslitin skipta ekki máli“

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var nokkuð ánægður með leik Íslands og Noregs fyrr í dag, þrátt fyrir tap Íslands. Leikurinn var liður í æfingaferð landsliðsins til La Manga á Spáni.

Rúrik kominn af stað með nýja liðinu

Rúrik Gíslason byrjaði feril sinn hjá sínu nýja liði Sandhausen í dag. Honum gengur strax betur en á gamla staðnum því landsliðsmaðurinn fékk að spila tæpan hálftíma þegar liðið sótti Ingolstadt heim.

Tékkar unnu dramatískan sigur

Tékkland bar sigurorð af Makedóníu í nokkuð þýðingarlitlum leik í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu.

Yfir 200 erlendir gestir í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna

Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára.

Tap gegn Noregi á Spáni

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði í dag 2-1 í vináttulandsleik gegn Norðmönnum sem var hluti af æfingaferð liðsins á La Manga á Spáni.

Brons á EM í brasilísku jiu-jitsu

Ómar Yamak, bardagakappi úr Mjölni, nældi sér í bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fram fór um helgina.

Neville orðinn landsliðsþjálfari Englands

Phil Neville hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Enska knattspyrnusambandið greindi frá ráðningunni í dag.

Dyche framlengdi við Burnley

Burnley verðlaunaði knattspyrnustjóra sinn Sean Dyche fyrir vel unnin störf í dag þegar honum var boðin framlenging á samningi sínum.

Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt

Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins, fagnaði bikarmeistaratitli í Slóvakíu um helgina. Hún hlakkar til að koma heim til Íslands í Hauka og klára tímabilið. Verður án fjölskyldunnar í tíu daga.

Nauðguðu ís­lenskri lands­liðs­konu í keppnis­ferða­lagi

Fimleikakonan Tinna Óðinsdóttir hefur sagt frá skelfilegri reynslu sinni í keppnisferðalagi með íslenska landsliðinu í fimleikum. Fimleikasamband Íslands fékk núverið að vita af þessu máli en þetta er í fyrsta sinn sem Tinna segir frá þessu opinberlega.

Strákarnir töpuðu á móti Ísrael

Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta náði ekki að fylgja eftir sigri á Slóvökum þegar liðið mætti Ísrael á mótinu í Hvíta-Rússlandi.

Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér

Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi.

Kidd rekinn frá Bucks

Jason Kidd var látinn taka pokann sinn hjá Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta í dag. ESPN greinir frá.

Sanchez: Draumi líkast að vera kominn til United

Alexis Sanchez ljóstraði því upp í dag að hann hafi verið nálægt því að ganga í raðir Manchester United þegar Sir Alex Ferguson var við stjórnvöllinn. Hann gekk til liðs við félagið í dag, sem að eigin sögn er það stærsta á Englandi.

Svíar rúlluðu Hvít-Rússum upp

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi í milliriðli eitt á Evrópumótinu í Króatíu.

Sjá næstu 50 fréttir