Fleiri fréttir

Anna Úrsúla til liðs við Val

Stórtíðindi úr íslenska kvennahandboltanum bárust frá Hlíðarenda í kvöld. Anna Úrsúla, einn sigursælasti leikmaður Íslands undanfarin ár, hefur skrifað undir samning við liðið og mun leika með því fram á vorið 2019.

Noregi tókst betur til gegn Serbíu en Íslandi

Frændur okkar Norðmenn hrósuðu sigri gegn Serbíu í fyrsta leik milliriðla Evrópumótsins í handbolta. Næsti leikur þeirra er gegn heimamönnum í Króatíu næstkomandi laugardag.

Formaður HSÍ óljós í svörum um framtíð Geirs Sveinssonar

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um framtíð Geirs Sveinssonar, landsliðsþjálfara karlalandsliðsins í handbolta þróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Athygli vekur að hann lýsti ekki yfir stuðningi við Geir. Þá neitaði hann því að til stæði að ráða Guðmundar Þ. Guðmundssonar, fyrrum landsliðsþjálfara til starfa á ný.

Ragnar á leið til íslendingaliðsins Rostov

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er að ganga í raðir rússneska liðsins Rostov, þar sem hann mun hitta fyrir samherja sína í íslenska landsliðinu, Sverri Inga Ingason og Björn Bergmann Sigurðson. Verður þetta þriðja rússneska liðið sem Ragnar mun spila fyrir.

Liverpool á ekki lengur dýrustu afrísku fótboltamennina

Kongómaðurinn Cedric Bakambu verður dýrasti afríski fótboltamaður heimsins þegar kínverska félagið Beijing Guoan kaupir hann frá spænska félaginu Villarreal. Það þýðir að methafarnir eru ekki lengur í Bítlaborginni.

Hausverkur HSÍ: Ekki meir, Geir, eða áfram gakk?

Ekki liggur fyrir hvort Geir Sveinsson verður áfram þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Hann hefur stýrt Íslendingum á tveimur stórmótum. Árangurinn er ekki merkilegur og erfitt að sjá framfarir milli móta. Okkar efnilegasti leikmaður hefur fengið fá tækifæri.

Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til að slá út Norwich

Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til þess að slá Norwich út úr þriðju umferð enska bikarsins. Þetta var endurtekinn leikur, en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Chelsea því komið í fjórðu umferðina.

Messi klúðraði víti í tapi

Lionel Messi klúðraði vítaspyrnu þegar Barcelona tapaði fyrir Espanyol í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Danir skelltu Spánverjum

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann þriggja marka sigur á Spánverjum, 25-22, í lokaleik D-riðils. Danir fara því með tvö stig áfram í milliriðil.

Costa skoraði aftur

Diego Costa var á skotskónum fyrir Atletico Madrid sem tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Sjá næstu 50 fréttir