Fleiri fréttir

Herrera: City skapaði ekki mikið

Ander Herrera sagði það ótrúlegt að Michael Oliver hafi ekki dæmt vítaspyrnu er hann féll í teignum í stórleik Manchester-liðanna um helgina.

Fín skilyrði fyrir ísdorg

Kuldinn sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga er kannski ekki auðfúsugestur en það eru samt nokkrir sem fagna frosti.

Ingibjörg samdi við Djurgården

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården.

Courtois frestar endurnýjunarviðræðum við Chelsea

Thibaut Courtois, markmaður Englandsmeistara Chelsea, gæti verið á leið frá félaginu. Samningur hans við Chelsea rennur út eftir 18 mánuði en hann vill fá nýjan samning, hvort sem hann verður við Chelsea eða eitthvað annað félag, fyrir lok þessa tímabils.

Dýrkeyptur sigur arnanna

Philadelphia Eagles vann sinn riðill í nótt en missti leikstjórnanda sinn í alvarleg meiðsli.

Fögnuðu snertimörkum með snjóenglum

Á meðan draumar einhverra um hvít jól hér á landi gætu verið að dvína er nóg af snjó að taka víðs vegar um heiminn. Í gær fór fram leikur Buffalo Bills og Indiana Colts í bandarísku NFL deildinni á meðan snjónum kyngdi niður allt í kring.

Boston aftur á sigurbraut | Myndbönd

Boston Celtics komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 81-91, í nótt.

Fer til Dúbæ í miðjum jólaprófunum

Það er nóg að gera hjá Þuríði Erlu Helgadóttur með fram prófunum í háskólanum. Hún flaug í morgun út til Dubai til að taka þátt í mjög sterku krossfit móti og tók námsbækurnar með. Þuríður hefur átt frábært ár og hápunkturinn varð þegar hún varð tíunda á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum á dögunum.

Hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum

Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru komnir með ellefu stiga forystu í toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á nágrönnum sínum í United í toppslagnum á Old Trafford í gær . City vann sinn fjórtánda deildarleik í röð og jafnaði met Arsenal frá 2002. Ekki fyrsta liðið undir stjórn Guaridola sem stingur af.

Curry og Beckham í gifsi frá Össur

Stephen Curry, einn besti maður bandarísku NBA deildarinnar, er frá góðu gamni þessa dagana en hann er að glíma við meiðsli á ökkla. Hann er þó í góðum höndum því hann gengur um í göngugifsi frá Össur.

Danir slógu heimakonur út

Frakkland, Svartfjallaland, Svíþjóð og Danmörk komust í 8-liða úrslit Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í dag.

Umfjöllun: Grótta - ÍR 26-26 | Eitt stig á lið á Nesinu

Grótta og ÍR gerðu 26-26 í spennuleik á Seltjarnarnesi. Gróttumenn skoruðu jöfnunarmarkið en bæði lið fengu tækifæri til að skora eftir það. Gróttuliðið náði fjögurra marka forkosti í seinni hálfleiknum en ÍR-ingar gáfust ekki upp.

Tap hjá Ægi og félögum

Ægir Þór Steinarsson var í liði Tau Castello sem tapaði fyrir Carramimbre Valladolid í spænsku 1. deildinni í körfubolta í kvöld.

Manchester er blá | Sjáðu mörkin

Manchester City er komið með 11 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 sigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í loka leik 16. umferðar.

Átta mörk Ólafs dugðu ekki til

Ólafur Bjarki Ragnarsson átti stórleik fyrir Westwien sem tapaði fyrir Sparkasse Schwaz í austurríska handboltanum í dag.

Sverrir tryggði Rostov sigur

Sverrir Ingi Ingason skoraði sigurmark Rostov gegn Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Haukar í undanúrslit

Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Maltbikars karla í körfubolta með sigri á Keflavík í hörkuleik suður með sjó.

Klopp vildi sjá Gylfa fá rautt spjald

Jurgen Klopp var að vonum ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool við Everton í slagnum um Bítlaborgina í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Keflavík í undanúrslit eftir sigur á KR

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur unnu öruggan tuttugu stiga sigur á 1. deildar liði KR í 8-liða úrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta í Keflavík í dag.

Rúnar Alex og félagar unnu þriðja leikinn í röð

Rúnar Alex stóð vaktina sem fyrr í marki Nordsjælland þegar að liðið vann þriðja leik sinn í röð. Nordsjælland er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, 3 stigum á eftir toppliði Bröndby.

Sjá næstu 50 fréttir