Fleiri fréttir

Sara Björk og félagar komnar með þriggja stiga forskot

Sara Björk og stöllur í Wolfsburg unnu tíunda leikinn í röð í þýsku deildinni í dag 5-1 gegn Frankfurt á útivelli en Wolfsburg er því komið með þriggja stiga forskot á Potsdam á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir.

Milljarðamark Martial gegn Burnley

Anthony Martial kom Manchester United yfir á Turf Moor en þetta mark kostaði Manchester United rúmlega milljarð vegna árangurstengdra greiðsla samkvæmt samkomulagi liðsins við Monaco.

Víkingur bikarmeistari félaga 2017

Bikarkeppni félaga í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í gær, laugardaginn 22. apríl. Sex lið tóku þátt í bikarkeppninni, tvö lið frá Víkingi, tvö lið frá BH og tvö lið frá KR.

Valdís lauk leik á tveimur yfir pari

Þrefaldur skolli á annarri holu lokahringsins reyndist okkar konu dýr en hún kom í hús á tveimur höggum yfir pari á lokadegi á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu í golfi á Spáni í dag.

Vængbrotnir Warriors-menn með kústinn á lofti

Þrátt fyrir að vera án Kevin Durant og Steve Kerr fundu leikmenn Golden State leið til að landa sigrinum gegn Portland í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Golden State er einum sigri frá því að sópa Portland í sumarfrí.

53 fiska holl í Eldvatni

Núna stendur vorveiði á sjóbirting sem hæst og veiðin virðist vera mjög góð á öllum helstu veiðislóðum.

Meiðsli kosta Blake úrslitakeppnina á nýjan leik

Enn einu sinni eru meiðsli að kosta Blake Griffin á mikilvægum stundum en hann verður ekki meira með í úrslitakeppninni eftir að hafa meiðst á stórutá í leik Los Angeles Clippers gegn Utah Jazz í nótt.

Sveinn Aron: Förum ekki út til að tapa með sjö, við ætlum að vinna

"Ég er ekki frá því að þetta sé okkar besti leikur í vetur. Við byrjuðum leikinn sterkt og spiluðum frábæran varnarleik allan tíman,“ segir Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn á AHC Potaissa Turda frá Rúmeníu, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu.

Tillagan um 3+2 regluna felld á jöfnu

Tillaga Hattar frá Egilsstöðum um að taka upp 3+2 regluna á nýjan leik í Dominos-deild karla var hafnað á jöfnu á 52. þingi KKÍ en af 102 aðilum kusu 51 að hafna breytingunum og 51 samþykktu.

Chelsea í úrslit enska bikarsins eftir ótrúlegan leik

Chelsea vann 4-2 sigur á nágrönnum sínum Tottenham í mögnuðum leik í undanúrslitum enska bikarsins en þrátt fyrir að vera undir í flestum tölfræðiþáttum náði Chelsea að stöðva sjóðheitt lið Tottenham.

Veszprem tekur þriggja marka forskot til Frakklands

Aron var meðal markahæstu manna Veszprem er liðið vann þriggja marka sigur á Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en sigurvegarin einvígisins fær þátttökurétt á Final Four helginni.

Loksins sigur hjá Swansea en staðan er sú sama

Þrátt fyrir góðan 2-0 sigur er Swansea enn í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni eftir að tíu leikmenn Hull náðu að kreista fram 2-0 sigur gegn Watford á heimavelli.

Glódís og félagar náðu stigi á útivelli

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Eskilstuna United gegn Vittsjö í annarri umferð sænsku deildarinnar í knattspyrnu í dag en Eskilstuna er eftir leikinn með fjögur stig í fjórða sæti.

Bjarki hafði hægt um sig í öruggum sigri í Ungverjalandi

Bjarki Már Elísson og félagar í Füsche Berlin unnu öruggan fimm marka sigur á Tatabanya frá Ungverjalandi í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins en Bjarki Már hafði hægt um sig í sóknarleiknum í dag með tveimur mörkum.

Bale klár í slaginn gegn Barcelona

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að Gareth Bale nái leiknum gegn Barcelona á morgun en sigur þar myndi vera risaskref í átt að langþráðum deildarmeistaratitli hjá Madrídingum.

Valdís í 38-48. sæti fyrir lokahringinn

Fugl á átjándu holu þýðir að Valdís Þóra er á parinu fyrir lokahringinn á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu í golfi á Spáni en mótið er hluti af LET-mótaröðinni.

Rétt og rangt við veitt og sleppt

Veiðimenn hafa síðustu ár vaknað til vitundar um að ganga vel um þá auðlind sem vötn og ár landsins eru og þá nauðsyn að ganga vel um þá fiskistofna sem í þeim lifa.

Svanirnir þurfa sigur | Myndband

Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, þar af þrír sem hafa mikið að segja í fallbaráttunni. Leikirnir hefjast allir klukkan 14:00.

Líflegt í Vatnamótunum

Það er óhætt að segja að mikið líf hafi færst í vorveiðina frá miðri viku en veiðimenn á sjóbirtingsslóðum fyrir austan hafa margir gert afar góða veiði í erfiðum aðstæðum.

Erfitt sumar í fiskibæjunum

Grindvíkingar og Ólafsvíkingar kveðja Pepsi-deildina ef spá íþróttadeildar 365 rætist þetta sumarið.

Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Alawoya | Myndband

KR er aðeins einum sigri frá fjórða Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir nauman sigur á Grindavík, 88-89, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í kvöld.

Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður

Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag.

Sjá næstu 50 fréttir