Fleiri fréttir

Margir sendifulltrúar Rauða krossins við störf á vettvangi

Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu. Sendifulltrúastarf félagsins hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Aðkoma atvinnulífs og félagasamtaka mikilvæg í uppbyggingu þróunarríkja

Fjölmenni sótti fund utanríkisráðuneytisins í gær um uppbyggingu þróunarríkja með aðkomu atvinnulífs og fulltrúa félagasamtaka. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði meginmarkmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu vera að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum.

Vinnustofur í Veröld fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu

Tvær vinnustofur verða í Veröld - húsi Vigdísar í vikunni fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu, önnur á morgun, þriðjudag, og hin síðari fimmtudaginn 8. október. Báðar vinnustofunar verða opnar milli klukkan 17 og 19. Aðgangur er ókeypis og opið fyrir alla.

Neyðarsöfnun Rauða krossins hafin vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.

„Ánægja með verkefnið og ávinning landanna"

Íslendingar hafa leitt umfangsmikið samstarf um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku en verkefninu lauk formlega í lok síðasta árs. Utanríkisráðuneytið hélt í vikunni rýnifund um jarðhitaverkefnið.

Markmiðið að stuðla að sjálfbærum hagvexti

Nýjar leiðir til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu verða kynntar á morgunfundi utanríkisráðuneytisins þriðjudaginn 6. nóvember á Grand hóteli í Reykjavík. Utanríkisráðherra tekur þátt í fundinum. Fulltrúar fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta.

Borgarbúum fjölgar í viku hverri um 1,4 milljónir

Í dag, á alþjóðadegi borga (World Cities Day), minna Sameinuðu þjóðirnar á þá staðreynd að í hverri viku fjölgi íbúum borga í heiminum um 1,4 milljónir. Þessi fjölgun eykur álag á þéttbýlissvæði og leiðir til aukinnar hættu á hamförum að mati aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Kynntust aðstæðum jafnaldra í Úganda í fermingarfræðslunni

Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu. Fjáröflunin er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna rúmlega átta milljónum króna.

Lýðheilsa á uppleið en menntun hnignar

Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag.

„Ég dó úr hungri átta ára“

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) frumsýnir á næstu vikum í kvikmyndahúsum í 34 löndum nýja sextíu sekúndna auglýsingu til að sýna þann missi þegar barn deyr úr sulti.

Suður-Súdan: Skref í rétta átt eftir friðarsamninga

Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september

Konur verða að styðja hver aðra

Sendiráðið Íslands í Lilongve er í samstarfi við við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (Hello female Councillor).

Sárafátækir færri en nokkru sinni fyrr í sögunni

Sameinuðu þjóðirnar hvetja framlagsríki til þess að auka samvinnu við sveitastjórnir í þróunarríkjum til þess að þær geti kynt undir hagvöxt og lyft milljónum íbúa upp úr fátækt. Í dag er alþjóðadagur baráttunnar um útrýmingu fátæktar.

Íbúar átakasvæða hafa ekki ráð á mat

WFP gefur í dag út öðru sinni svokallaða "Baunavísitölu“ um verð á einni máltíð í þróunarríkjum. Markmiðið er að draga upp fyrir neytendur í tekjuháum og iðnvæddum löndum mynd af því hversu stóran hluti daglauna þarf til þess að tryggja eina undirstöðumáltíð í fátækari ríkjum heims.

Ríki heims verða að binda enda á mismunun í garð stúlkna

„Ríki heims verða að grípa til árangursríkra aðgerða til að binda enda á mismunun og kynbundið ofbeldi í garð stúlka,“ segir í yfirlýsingu mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins í dag, 11. október.

Nýtt borðspil um Heimsmarkmiðin

Nýtt ókeypis borðspil um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Nú er hægt að kynna sér markmiðin og fræða börn um sjálfbæra þróun á meðan spilað er skemmtilegt borðspil.

Sjá næstu 50 fréttir