Fleiri fréttir

Minnst 300 lagðir inn vegna dularfullra veikinda á Indlandi

Minnst einn hefur dáið og minnst 300 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda sem herja á íbúa borgarinnar Eluru, í Andhra Pradesh á Indlandi. Einkenni þeirra sem hafa veikst eru margvísleg og hafa þar verið nefnd meðvitundarleysi, slög og ógleði.

Veitinga­staðir og barir loki og elstu grunn­skóla­börnin send heim

Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka.

Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði.

Ná loks saman um opin­bera hæð E­verest

Stjórnvöld í Kína og Nepal hafa lengi verið ósammála um hæð Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, sem er að finna á landamærum ríkjanna. Samkomulag hefur hins vegar nú náðst milli ríkjanna um opinbera hæð fjallsins.

Segja Maduro hafa unnið þing­meiri­hluta í um­deildum kosningum

Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli.

Giuliani lagður inn á sjúkrahús

Rudy Giuliani, lögfræðingur Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann greindist með Covid-19 um helgina.

Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi

Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld.

Trump segir Rudy Giuliani kominn með Covid-19

Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur greinst með Covid-19. Frá þessu greinir Trump á Twitter.

Örbylgjur orsaka veikindin

Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu.

27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens

Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu.

Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum

Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag.

Á­tján fórust og fimm er saknað í námu­slysi í Kína

Átján kolanámuverkamenn í Kína létust og fimm er saknað eftir að koltvíoxíð gas lak inn í kolanámu í suðvesturhluta landsins í gær. Einum hefur verið bjargað úr Diaoshuidong námunni í Chongqing héraði í Kína að sögn ríkisútvarps Kína.

Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka

Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu.

John­son og Von Der Leyen funda vegna Brexit-patt­stöðu

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót.

Rúss­land hefur bólu­setningar fyrir Co­vid-19

Bólusetningar fyrir Covid-19 eru hafnar í Rússlandi. Nú um helgina verður aðeins bólusett á heilsugæslustöðvum í Moskvu og verða þeir sem eru í mestri áhættu vegna veirunnar bólusettir fyrst.

Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum

Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans.

„Janúar verður hrylli­legur“

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við því að faraldur kórónuveiru eigi enn eftir að versna í Bandaríkjunum, hvar hann hefur náð nýjum hæðum síðustu daga og vikur. „Janúar verður hryllilegur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag.

Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð

Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir landráð. Fregnir bárust af handtöku Anatoly Gubanov í gær og er hann sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum um þróun hljóðfrárra flugvéla og eldflauga til útsendara annars ríkis.

Faraldurinn víða verri en í vor

Þrátt fyrir að hafa tekist að draga verulega úr umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar í vor og í sumar, er staðan nú víðast hvar í Evrópu svipuð eða verri en þá. Bæði smituðum og dauðsföllum hefur farið hratt fjölgandi.

Dæmdur fyrir að myrða tvo í Maniit­soq

Dómstóll á Grænlandi dæmdi í gær 22 ára karlmann í ótímabundið fangelsi (d. forvaring) fyrir að hafa drepið tvo, karl og konu, á síðasta ári.

Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum

John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Spánverjar varir um sig gagnvart nýju bóluefni

Meira en helmingur Spánverja er ekki tilbúinn að láta bólusetja sig með nýju bóluefni gegn Covid-19 um leið og það verður aðgengilegt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Spænsk stjórnvöld ætla sér að bólusetja 15-20 milljónir manna fyrir mitt næsta ár.

Veita engin ný leyfi til olíuleitar

Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega.

Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri

Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök.

Sprengingin fleygði mönnum allt að 150 metra

Fjórir létu lífið þegar sprenging varð í tanki í vatnshreinsistöð í Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi í gær. Þrír starfsmenn stöðvarinnar og einn verktaki dóu og einn mun hafa slasast en er ekki í lífshættu.

Líkur á að frí­verslunar­samningur náist hverfandi

Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum.

Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands

Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar.

Lýsir á­hrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann

Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga.

Vand­ræði við bólu­efna­fram­leiðslu Pfizer

Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu.

Sonurinn var ekki fangi móður sinnar

Kona á áttræðisaldri, sem talin var hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í Haninge suður af Stokkhólmi í nær þrjá áratugi, er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar um að syninum hafi verið haldið í íbúðinni gegn vilja sínum.

Flugvél í árekstri við bíl eftir nauðlendingu

Flugmaður einkaflugvélar lenti í miklum vandræðum í Minnesota í Bandaríkjunum í gærkvöldi og þurfti hann að framkvæma nauðlendingu á hraðbraut hjá borgunum Minneapolis og Saint Paul.

Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót

Ríkismiðlar Kína segja að geimfarið Chang'e 5 sé nú á leið aftur til jarðarinnar eftir að hafa lent á tunglinu og tekið þaðan sýni. Geimfarið lenti á tunglinu fyrr í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir