Fleiri fréttir

Svíar tak­marka sam­komur við átta manns

Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu.

Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB

Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum.

Boris Johnson sendur í einangrun

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í einangrun eftir að hafa átt í samskiptum við þingmann sem var smitaður af Covid-19.

Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum

Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug.

Sagði af sér eftir örfáa daga í embætti

Merino sagði af sér í kjölfar mikilla mótmæla sem staðið hafa yfir síðan ríkisstjórn hans tók til starfa en tveir ungir menn, 24 og 25 ára, létust í mótmælunum í gær.

Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York?

„[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“

„Fjögur ár til viðbótar!“

Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgaf Hvíta húsið í morgun við lófatak, fagnaðaróp og flaut en hundruð stuðningsmanna hans söfnuðust saman í Washington í dag til að mótmæla meintum „stuldi“ á forsetakosningunum.

Brenna heimili sín og flytja grafir

Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun.

Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið

Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar.

Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu

Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum.

Nánasti ráðgjafi Johnson hverfur strax á braut

Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lét skyndilega af störfum í dag. Áður hafði verið greint frá því að Cummings hyrfi á braut fyrir jól í kjölfar deilna um innri málefni ráðuneytisins.

Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast.

Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps

Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni.

Segja Biden hafa unnið í Arizona

Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið.

Mun á­fram stýra landinu næstu fimm árin

Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag.

Sjá næstu 50 fréttir