Fleiri fréttir

Aldrei íhugað að beita ofbeldi

Sakborningar í Katalóníumálinu svöruðu spurningum lögmanna fyrir hæstarétti í gær. Fyrrverandi varaforseti sagðist sóttur til saka vegna skoðana sinna, ekki gjörða, og hafnaði því að Katalónarnir hefðu staðið fyrir ofbeldi.

Valdamenn í dómsmálaráðuneytinu vildu setja Trump forseta af

Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017.

Modi fordæmir árás í Kasmír

Að minnsta kosti 34 herþjálfaðir Indverjar fórust þegar skæruliðar í Kasmír-héraði gerðu sprengjuárás á bílalest þeirra í gær.

Trump mun lýsa yfir neyðarástandi

Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“

Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða "El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994.

Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina

Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI.

Annar ósigur gæti beðið May á þingi

Greidd verða atkvæði um ályktun um að lýsa stuðningi við áframhaldandi viðræður May forsætisráðherra við Evrópusambandið. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum gætu fellt ályktunina.

Opportunity kveður eftir fimmtán ár

Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur.

Sakaðir um glæpi gegn mannkyni

Tveir sýrlenskir ríkisborgarar, sem handteknir voru af þýskum lögregluyfirvöldum á þriðjudaginn, eru grunaðir um gróf mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyni.

Manafort sekur um lygar

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum.

Vonsvikin prinsessa

Tími Ubolratana, prinsessu og systur Taílandskonungs, sem forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunar f lokks Taílands var stuttur og sagði prinsessan í gær að það ylli henni vonbrigðum.

Hafði kynmök við fimmtán ára gamlan nemanda sinn

Amy Hamilton, fertugur kennari í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir að hafa gefið fimmtán ára gömlum nemanda sínum áfengi og haft kynmök við hann á síðasta ári.

NASA reynir að varpa ljósi á uppruna alheimsins

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar.

Vísindamenn NASA kveðja Opportunity

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik.

Lofar því að neyðaraðstoð berist

Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana.

Ekki á­nægður með sam­komu­lagið vegna múrsins

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag.

Réttarhöldin sögð vera farsi

Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017.

Srí Lanka vill ráða tvo böðla

Ríkisstjórn Srí Lanka auglýsir nú eftir tveimur böðlum. Reuters greindi frá þessu í gær en Maithripala Sirisena forseti lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi taka upp dauðarefsingar í eyríkinu á ný til þess að refsa fíkniefnasmyglurum, -framleiðendum og -sölum.

Fundu vannærð börn í hundabúri

Lögregluþjónar í Texas fundu í dag tvö vannærð börn sem höfðu verið læst í hundabúri í hlöðu. Tvö önnur börn voru í hlöðunni og voru þau þakin skít og hlandi.

Sjá næstu 50 fréttir