Fleiri fréttir

Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð

Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum.

Ætlaði að ráðast á Hvíta húsið með eldflaug

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn í Georgíu-ríki Bandaríkjanna, grunaður um að hafa ráðgert árás á Hvíta húsið í Washington, vopnaður eldflaug og heimatilbúnum sprengjum.

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir.

Drekinn að ná í stélið á erninum

Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.

Útilokaði ekki Brexit án samnings

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld.

Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi

Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum.

May stóð af sér vantrauststillögu

Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu.

FBI veitir norsku lögreglunni liðsstyrk

Norsku lögreglunni hefur borist öflugur liðsstyrkur í leitinni að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen sem rænt var frá heimili sínu í lok október: Bandaríska alrikislögreglan kemur að leitinni með einhverjum hætti.

Leiðin greið fyrir nýja stjórn Löfven

Þingmenn sænska Vinstriflokksins munu skila auðu í atkvæðagreiðslu um Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmanna, sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar.

Fjöldi minnist borgarstjóra

Fjölmargir Pólverjar lögðu leið sína í ráðhúsið í Gdansk í gær til þess að rita nafn sitt í samúðarbækur fyrir Pawel Adam­owicz, borgarstjóra Gdansk, sem lést á sjúkrahúsi á mánudag eftir að hafa verið stunginn á góðgerðartónleikum á laugardagskvöld.

Fimmtán látnir í árásinni í Kenía

Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær.

Kýldi ellefu ára stúlku í verslunarmiðstöð

David Steven Bell, 51 árs maður frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að kýla ellefu ára gamla stúlku í Asheville verslunarmiðstöðinni í bænum Black Mountain.

Þingmenn felldu samning May

Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir