Fleiri fréttir

Loka á netið á ný í Simbabve

Stærsta fjarskiptafyrirtæki Simbabve, Econet Wireless, hefur tilkynnt að yfirvöld þar í landi hafi fyrirskipað að tímabundið loka fyrir internetið í landinu.

Sænska þingið samþykkti Stefan Löfven

Stefan Löfven mun leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja, og munu þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli.

Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna

Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum.

Corbyn hundsaði boð May um viðræður

Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera.

Samþykktu stjórnarsamstarfið með naumindum

Kristilegi þjóðarflokkurinn samþykkti í kvöld að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Hægriflokknum, Framfaraflokknum og Venstre en saman mynda flokkarnir meirihlutastjórn.

Trump hefnir sín á Pelosi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana.

Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð

Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum.

Ætlaði að ráðast á Hvíta húsið með eldflaug

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn í Georgíu-ríki Bandaríkjanna, grunaður um að hafa ráðgert árás á Hvíta húsið í Washington, vopnaður eldflaug og heimatilbúnum sprengjum.

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir.

Drekinn að ná í stélið á erninum

Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.

Útilokaði ekki Brexit án samnings

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld.

Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi

Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum.

May stóð af sér vantrauststillögu

Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu.

FBI veitir norsku lögreglunni liðsstyrk

Norsku lögreglunni hefur borist öflugur liðsstyrkur í leitinni að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen sem rænt var frá heimili sínu í lok október: Bandaríska alrikislögreglan kemur að leitinni með einhverjum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir