Fleiri fréttir

Tveir forsetar

Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin.

Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu.

Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans

BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka.

Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd

Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016.

Sony lætur R. Kelly gossa

Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.

Loka á netið á ný í Simbabve

Stærsta fjarskiptafyrirtæki Simbabve, Econet Wireless, hefur tilkynnt að yfirvöld þar í landi hafi fyrirskipað að tímabundið loka fyrir internetið í landinu.

Sænska þingið samþykkti Stefan Löfven

Stefan Löfven mun leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja, og munu þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli.

Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna

Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum.

Corbyn hundsaði boð May um viðræður

Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera.

Samþykktu stjórnarsamstarfið með naumindum

Kristilegi þjóðarflokkurinn samþykkti í kvöld að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Hægriflokknum, Framfaraflokknum og Venstre en saman mynda flokkarnir meirihlutastjórn.

Trump hefnir sín á Pelosi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana.

Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð

Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum.

Ætlaði að ráðast á Hvíta húsið með eldflaug

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn í Georgíu-ríki Bandaríkjanna, grunaður um að hafa ráðgert árás á Hvíta húsið í Washington, vopnaður eldflaug og heimatilbúnum sprengjum.

Sjá næstu 50 fréttir