Fleiri fréttir

Geta hætt við Brexit

Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Bretlands geta hætt við úrsögn þeirra úr Evrópusambandinu, án þess að vera bundin einhvers konar leyfi frá hinum aðildarríkjum sambandsins.

„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið.

Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“

Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda.

Stórfurðuleg staða á Srí Lanka

Þrír menn hafa sett á svið ótrúlega atburðarás í eyríkinu við Indlandsstrendur. Spilling og fyrirhugað tilræði við forsetann ollu stjórnarskrárkrísu sem ekki hefur tekist að greiða úr.

Klámbann Tumblr reynist óvinsælt

Ákvörðun samfélagsmiðilsins Tumblr um að banna hvers kyns klám á síðunni eftir að Apple fjarlægði app miðilsins úr App Store vegna barnakláms fellur illa í kramið á meðal notenda.

Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni.

Nýjung boðar byltingu í greiningu krabbameina

Vísindamenn við Queensland-háskóla í Ástralíu hafa kynnt tækni sem opnar dyrnar fyrir ódýra og hraðvirka greiningu fyrir 90 prósent krabbameina. Aðeins þarf blóð- eða vefjasýni. "Þetta er mögnuð uppgötvun,“ segir einn rannsakenda.

Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag

Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni.

Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá

Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi.

Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann

Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi.

Sjá næstu 50 fréttir