Fleiri fréttir

Seldi dóttur sína á Facebook

Karlmaður í Suður-Súdan hélt uppboð á Facebook og fékk 500 kýr, þrjá bíla og andvirði um milljónar króna.

Leita aðstoðar Bandaríkjanna

Yfirvöld í Ísrael munu leita ráða hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna eftir að Airbnb fjarlægði eignir á Vesturbakkanum sem skráðar voru til útleigu af síðu sinni.

Gengur illa að steypa May

Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Ther­esu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör.

Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar

"Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi.

Reiði í Katalóníu vegna leka

Þingflokksformaður Lýðflokksins segir flokkinn nú geta stýrt þeirri deild hæstaréttar sem fer með mál katalónskra aðskilnaðarsinna úr bakherbergjum.

Fjórir dánir eftir skotárás í Chicago

Fjórir eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á sjúkrahúsi í bandarísku stórborginni Chicago í gærkvöldi, tveir starfsmenn spítalans, einn lögreglumaður og árásarmaðurinn sjálfur.

Ætla að reka Acosta aftur úr Hvíta húsinu

Ríkisstjórn Donald Trump ætlar sér að fella niður aðgang Jim Acosta, fréttamanns CNN, að Hvíta húsinu aftur. Það er um leið og úrskurður dómara um að Acosta eigi að fá aðgang rennur út.

Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili

Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu.

Erfið vika framundan hjá May

May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins.

Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga

Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar.

Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu.

Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni.

Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA

Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld.

Argentínski kafbáturinn fundinn

Flak argentínska kafbátsins ARA San Juan er fundið, réttu ári eftir hvarf hans. Kafbáturinn var hluti af flota argentínska sjóhersins og hafði um borð 44 manna áhöfn þegar hann hvarf.

Sjá næstu 50 fréttir