Fleiri fréttir

Áfangasigur CNN gegn Trump

Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður.

Vantraust á May sagt líklegt

Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London.

Hjartnæm saga og fjáröflun reyndist svikamylla

Það vakti mikla athygli á heimsvísu þegar bandarísk kona birti í fyrra sögu um að heimilislaus maður eyddi síðustu peningunum sínum til að hjálpa henni þegar hún varð eldsneytislaus í New Jersey.

Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange

Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni.

Rauðir Kmerar sekir um þjóðarmorð

Tveir af leiðtogum Rauðu Kmerana, sem stjórnuðu Kambódíu af skelfilegri hörku á áttunda áratugi síðustu aldar, hafa verið fundnir sekir um þjóðarmorð.

„Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn“

Óttast er að þær meiriháttar mannúðarhörmungar sem dunið hafa á Jemenum muni magnast enn frekar nái átök stríðandi fylkinga í Jemen að hafnarborginni Hodeida.

May staðföst á fréttamannafundi

Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis.

56 látnir og 130 saknað í Kaliforníu

Veður hefur hjálpað slökkviliðsmönnum við ná tökunum á eldunum í norðurhluta ríkisins og er talið að búið sé að ná tökum á stórum hluta þeirra.

Facebook enn og aftur á hælunum

Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.

Hart sótt að May á þinginu

Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt.

Brexit-ráðherra segir af sér

Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu.

Þunnur meirihluti hjá Netanjahú

Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér.

Ærið verkefni hjá Theresu May

Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtoga­ráðsfund 25. nóvember.

Bræði og óreiða í Hvíta húsinu

Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans.

Sjá næstu 50 fréttir