Fleiri fréttir

Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit

Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt.

Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að.

Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky.

Ofbeldi einkennir þingkosningar í Afganistan

Mikið hefur verið um ofbeldi í Afganistan í dag, en íbúar landsins ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Tugir hafa látið lífið í sprengjuárásum á kjörstaði víðs vegar um landið. Búið er að framlengja kosningartímann og munu þónokkrir kjörstaðir standa opnir fram á sunnudag.

Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins.

Slá heræfingum sínum á frest

Bandaríkin og Suður-Kórea hætta við heræfingar. Ástæðan er viðræðurnar við Norður-Kóreu en einræðisríkið hefur ítrekað lýst yfir andúð sinni á æfingunum. Ekki í fyrsta sinn á árinu sem heræfingu er aflýst.

Úrskurður gegn dómaralögum

Evrópudómstóllinn í Lúxem­borg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár.

Tugir fórust í lestarslysi

Að minnsta kosti 50 fórust og 200 slösuðust þegar lest skall á hópi fólks nærri Amritsar í indverska ríkinu Punjab.

Sádar staðfesta andlát Khashoggi

Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur.

Assange höfðar mál gegn Ekvador

Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi.

Skutu 25 skotum að Eric Torell

Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu alls 25 skotum að Eric Torell, tvítugum manni með Downs-heilkenni, sem lést að kvöldi 2. ágúst síðastliðinn.

Vill dýpka samband Íslands og Japans

Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, er staddur á Íslandi vegna Arctic Circle ráðstefnunnar. Hann ræðir við Fréttablaðið um samband ríkjanna, málefni norðurslóða, loftslagsbreytingar og ástandið á Kóreuskaga.

Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl

Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum.

Sögulegt samkomulag vegna Sagrada Familia

Umsjónarmenn Sagrada Familia, hinnar heimsfrægu kirkju Barcelonabúa, sem hönnuð var af Antoni Gaudi og hefur verið í byggingu frá árinu 1882, hafa náð sögulegu samkomulagi við borgaryfirvöld.

Lisbet Palme er látin

Lisbet Palme, ekkja Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er látin, 87 ára að aldri.

Kúariða á skoskum bóndabæ

Skoska heimastjórnin hefur staðfest að kúariða (BSE) hafi greinst á bóndabæ í austurhluta landsins.

Hinsti pistill Khashoggi birtur

Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl.

Sjá næstu 50 fréttir