Fleiri fréttir

Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi.

Afsláttur gefinn eftir fjölda fylgjenda á Instagram

Vinsældir fólks á samfélagsmiðlum gætu farið að hafa áhrif á hversu mikið þú borgar fyrir mat og önnur lífsgæði. Það er að minnsta kosti tilfellið á Shushibar í Milanó sem veitir fólki afslátt eftir því hve marga fylgjendur það hefur á Instagram.

Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó

Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna.

Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps

Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins.

Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis

Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda.

Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu.

Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit

Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt.

Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að.

Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky.

Ofbeldi einkennir þingkosningar í Afganistan

Mikið hefur verið um ofbeldi í Afganistan í dag, en íbúar landsins ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Tugir hafa látið lífið í sprengjuárásum á kjörstaði víðs vegar um landið. Búið er að framlengja kosningartímann og munu þónokkrir kjörstaðir standa opnir fram á sunnudag.

Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins.

Slá heræfingum sínum á frest

Bandaríkin og Suður-Kórea hætta við heræfingar. Ástæðan er viðræðurnar við Norður-Kóreu en einræðisríkið hefur ítrekað lýst yfir andúð sinni á æfingunum. Ekki í fyrsta sinn á árinu sem heræfingu er aflýst.

Úrskurður gegn dómaralögum

Evrópudómstóllinn í Lúxem­borg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár.

Tugir fórust í lestarslysi

Að minnsta kosti 50 fórust og 200 slösuðust þegar lest skall á hópi fólks nærri Amritsar í indverska ríkinu Punjab.

Sádar staðfesta andlát Khashoggi

Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur.

Assange höfðar mál gegn Ekvador

Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi.

Skutu 25 skotum að Eric Torell

Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu alls 25 skotum að Eric Torell, tvítugum manni með Downs-heilkenni, sem lést að kvöldi 2. ágúst síðastliðinn.

Vill dýpka samband Íslands og Japans

Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, er staddur á Íslandi vegna Arctic Circle ráðstefnunnar. Hann ræðir við Fréttablaðið um samband ríkjanna, málefni norðurslóða, loftslagsbreytingar og ástandið á Kóreuskaga.

Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl

Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum.

Sögulegt samkomulag vegna Sagrada Familia

Umsjónarmenn Sagrada Familia, hinnar heimsfrægu kirkju Barcelonabúa, sem hönnuð var af Antoni Gaudi og hefur verið í byggingu frá árinu 1882, hafa náð sögulegu samkomulagi við borgaryfirvöld.

Sjá næstu 50 fréttir