Fleiri fréttir

Neyðaraðstoðinni við Grikkland lokið

Skuldir ríkissjóðs nema enn um 180% af landsframleiðslu og gert er ráð fyrir að það tagi áratugi að greiða upp neyðarlánin sem Grikkir fengu.

Flóðin í Kerala-héraði í rénun

Flóðin í Kerala-héraði á Indlandi eru í rénun. Búist er við að það dragi úr rigningu á næstu dögum og vinna björgunaraðilar nú hörðum höndum að því að bjarga þúsundum sem enn eru fastir á flóðasvæðunum.

Flugræningi framseldur til Egyptalands

Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur frá Kýpur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað.

Leitinni við brúna í Genúa lokið

Leitinni að þeim sem var saknað eftir hrun Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu lauk í nótt. Þrjú lík fundust í braki brúarinnar og tala látinna er nú komin upp í 43.

Yfir 800 franskar brýr í hættu á að hrynja

Rannsókn sem fyrirskipuð var af frönsku ríkisstjórninni sýnir fram á að yfir 840 brýr í Frakklandi eru í svo slæmu ásigkomulagi að þær eiga á hættu að hrynja á næstu árum.

Enn einn öflugur skjálfti á Lombok

Jarðskjálfti að styrkleika 6,3 skók indónesísku eyjuna Lombok í morgun. 460 hafa látið lífið í jarðskjálftum þar síðustu vikur. Ekki hafa enn borist fregnir af mannfalli í þessum nýjast skjálfta.

Ný lög hefta frelsi egypskra netnotenda

Forseti Egyptalands staðfesti í dag nýja internet löggjöf í Egyptalandi, Andstæðingar forsetans segja hann vera að bæla niður vettvang gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar.

Lofa að endurbyggja brúna í Genúa

Framkvæmdarstjóri og Stjórnarformaður Autostrade per l'Italia sem sáu um Morandi brúna sem hrundi á þriðjudaginn með þeim afleiðingum að 38 létust sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í borginni í dag.

Nýnasistar gengu um götur Berlínar

Hundruð nýnasista marseruðu í dag um miðborg Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Þátttakendur göngunnar nutu verndar lögreglunnar þar í borg.

CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana

Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN.

Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs

Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga.

Líkin fundust í olíutanki

Lík móður og tveggja dætra hennar fundust í olíutanki í Colorado. Faðirinn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Hakkari biðst vægðar

Karlmaður frá Connecticut í Bandaríkjunum hefur beðist vægðar nú þegar hann bíður dóms eftir að hafa brotist inn á 250 iCloud-reikninga Hollywood-stjarna og fleira fólks og stolið þaðan myndum.

Verstu flóð í 100 ár

324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár

Hætta við 200 milljón dala fjárveitingu til Sýrlands

Talskona Utanríkisráðuneytisins, Heather Nauert, sagði AP að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að aðrar þjóðir sem eru í bandalagi Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu hefðu veitt töluverðum fjármunum til uppbyggingarinnar í Sýrlandi.

Pakistanar óttast upprisu ISIS

Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir.

Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi

Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum.

Raforka í brennidepli fyrir kosningar

Sá möguleiki er fyrir hendi að Svíar muni þurfa að flytja inn raforku yfir vetrarmánuðina til að anna eftirspurn. Staða uppistöðulóna er víða léleg vegna skorts á regni í sumar. Framtíð orkusamkomulags frá 2016 er óviss.

Hersýningu Trump frestað til næsta árs

Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta.

Sjá næstu 50 fréttir