Fleiri fréttir

Játar morð en segir eiginkonuna hafa drepið dæturnar

Faðir tveggja ungra stúlkna sem fundust látnar í olíutönkum í Denver í Bandaríkjunum eftir að hafa verið saknað dögum saman segir ólétta eiginkonu sína hafa myrt dætur þeirra eftir að hafa komist að því að faðirinn vildi skilnað.

Göngufólk fórst í flóði í ítölskum þjóðgarði

Að minnsta kosti tíu fórust í flóðum í djúpu gljúfri í þjóðgarði á Suður-Ítalíu í gær. Mikið úrhelli varð til þess að yfirborð ár í gljúfrinu hækkaði með þeim afleiðingum að fólk drukknaði.

Gríðarlega mikill sigur fyrir Tsipras og Syriza

Þriggja ára efnahagsaðstoð evruríkjanna við Grikkland er nú lokið en neyðarlán evruríkjanna til ríkisins voru hluti af mestu efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni.

Neyðaraðstoðinni við Grikkland lokið

Skuldir ríkissjóðs nema enn um 180% af landsframleiðslu og gert er ráð fyrir að það tagi áratugi að greiða upp neyðarlánin sem Grikkir fengu.

Flóðin í Kerala-héraði í rénun

Flóðin í Kerala-héraði á Indlandi eru í rénun. Búist er við að það dragi úr rigningu á næstu dögum og vinna björgunaraðilar nú hörðum höndum að því að bjarga þúsundum sem enn eru fastir á flóðasvæðunum.

Flugræningi framseldur til Egyptalands

Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur frá Kýpur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað.

Leitinni við brúna í Genúa lokið

Leitinni að þeim sem var saknað eftir hrun Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu lauk í nótt. Þrjú lík fundust í braki brúarinnar og tala látinna er nú komin upp í 43.

Yfir 800 franskar brýr í hættu á að hrynja

Rannsókn sem fyrirskipuð var af frönsku ríkisstjórninni sýnir fram á að yfir 840 brýr í Frakklandi eru í svo slæmu ásigkomulagi að þær eiga á hættu að hrynja á næstu árum.

Enn einn öflugur skjálfti á Lombok

Jarðskjálfti að styrkleika 6,3 skók indónesísku eyjuna Lombok í morgun. 460 hafa látið lífið í jarðskjálftum þar síðustu vikur. Ekki hafa enn borist fregnir af mannfalli í þessum nýjast skjálfta.

Ný lög hefta frelsi egypskra netnotenda

Forseti Egyptalands staðfesti í dag nýja internet löggjöf í Egyptalandi, Andstæðingar forsetans segja hann vera að bæla niður vettvang gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar.

Lofa að endurbyggja brúna í Genúa

Framkvæmdarstjóri og Stjórnarformaður Autostrade per l'Italia sem sáu um Morandi brúna sem hrundi á þriðjudaginn með þeim afleiðingum að 38 létust sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í borginni í dag.

Nýnasistar gengu um götur Berlínar

Hundruð nýnasista marseruðu í dag um miðborg Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Þátttakendur göngunnar nutu verndar lögreglunnar þar í borg.

CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana

Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN.

Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs

Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga.

Líkin fundust í olíutanki

Lík móður og tveggja dætra hennar fundust í olíutanki í Colorado. Faðirinn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Hakkari biðst vægðar

Karlmaður frá Connecticut í Bandaríkjunum hefur beðist vægðar nú þegar hann bíður dóms eftir að hafa brotist inn á 250 iCloud-reikninga Hollywood-stjarna og fleira fólks og stolið þaðan myndum.

Verstu flóð í 100 ár

324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár

Sjá næstu 50 fréttir