Fleiri fréttir

Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu

"Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís.

Segir Bandaríkin stinga Tyrki í bakið

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag þar sem hann sakaði ríkisstjórn Donald Trump um tvískinnung.

Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja.

Mikið mannfall í bardögum í Afganistan

Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni.

Obama heldur til Danmerkur

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mun taka þátt í pallborðsumræðum í smábænum Kolding í Danmörku í næsta mánuði.

Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu

Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu.

Fjallaljón braust inn og át kött

Herbergisfélagi Kaylu Slaugther gekk fram á heldur óvæntan gest á heimili þeirra í Boulder í Colorado-fylki í vikunni, fjallaljón beið hans á miðju stofugólfinu,

Ríkisstjóri New York játaði óvart lögbrot

Andrew Cuomo ríkisstjóri New York fylkis talaði af sér fyrir frama fjölda fólks í bænum Saranac Lake í uppsveitum New York í vikunni. Þar játaði hann að hafa tekið með sér heim fjöður af Skallaerni sem hann fann á Saranac vatni mörgum árum fyrr.

Sjá næstu 50 fréttir