Fleiri fréttir

Amma kyrkti gaupu til dauða

Bandarísk kona kyrkti gaupu til dauða eftir að dýrið hafði ráðist á hana fyrir utan heimili hennar í Georgíu fyrr í þessum mánuði.

Bíl ekið inn í hóp tónleikagesta

Einn er látinn og þrír eru særðir eftir að rútu var ekið á gesti tónlistarhátíðar í hollensku borginni Landgraaf í nótt.

Stór skjálfti í Japan

Hið minnsta þrír eru látnir og rúmlega 200 slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 6.1 reið yfir Osakaborg í Japan.

Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað

Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur

Hindranir í veginum þó sátt sé í höfn

Makedónía mun heita Norður-Makedónía eftir að Grikkir og Makedóníumenn sættust á það. Deilan um nafn landsins hefur staðið í áratugi. Þjóðernissinnar beggja ríkja hafa mótmælt.

Eldur blossaði upp í Teslu leikstjóra

Eldur kviknaði fyrirvaralaust í Teslu-bifreið breska leikstjórans Michael Morris í vikunni. Þessu greindi eiginkona hans, leikkonan Mary McCormack, frá á Twitter í gær.

Leitaraðgerðum hætt í Gvatemala

Að minnsta kosti 110 létust og 197 er enn saknað eftir mannskætt eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala fyrr í mánuðinum

Vopnahlé í Níkaragva

Deilur hafa staðið yfir í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan í apríl síðastliðnum. Nú hafa stríðandi fylkingar samið um vopnahlé

Listaskóli Glasgow í ljósum logum

Eldur kom upp í sögufrægri byggingu Listaháskólans í Glasgow í gærkvöld. Endurbætur hafa staðið yfir síðan að húsið brann fyrir 4 árum síðan. Engin slys urðu á mönnum.

Frumvarp um klofmyndatökur í óleyfi strandaði á einum Íhaldsmanni

Mótmæli eins þingmanns Íhaldsflokksins á breska þinginu í dag urðu til þess að bið verður á því að svokallaðar "upskirting“-myndatökur verði refsiverðar á Englandi og í Wales. Um er að ræða ljósmyndir sem teknar eru upp undir pils kvenna, og annarra sem kunna að klæðast þeim, án samþykkis.

Nýsjálendingar taka upp komugjöld

Ferðamenn sem koma til Nýja-Sjálands munu framvegis þurfa að borga komugjald - en Ástralar fá áfram að koma frítt til landsins.

Getur pillan valdið depurð?

Samkvæmt víðtækri sænskri rannsókn geta stúlkur sem byrja að taka inn p-pill­una eða aðrar hormónagetnaðarvarnir á unglingsárum fundið fyrir þunglyndi eða depurð og eru í meiri hættu á að fá einhvers konar geðraskanir.

Þrautseig plága, þessi spænska spilling

Spænski Lýðflokkurinn hefur hrökklast frá völdum. Flokkurinn var dæmdur og svart bókhald hans afhjúpað. Jón Sigurður Eyjólfsson á Spáni segir frá því hvernig dómstólar og þing kenndu Lýðflokknum lexíu og spyr hvort kjósendur muni gera það sama.

Bætur fyrir skert frelsi til mótmæla

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pind Poulsen, segir að útvíkka verði rannsóknir nefndar sem rannsaka á aðgerðir lögreglu í tengslum við komu kínverskra ráðamanna til landsins aftur til ársins 1995.

Sjá næstu 50 fréttir