Fleiri fréttir

Karl Bretaprins verður leiðtogi breska samveldisins

Karl Bretaprins verður næsti leiðtogi breska samveldisins. Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga samveldisríkjanna fimmtíu og þriggja að tilnefna Karl sem næsta þjóðhöfðingja þar sem titillinn gengur ekki í erfðir eins og sjálf krúna Bretlands. Það var samþykkt á leiðtogafundi í Lundúnum í hádeginu.

Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn

Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi.

Þurfti að snúa heim vegna óeirða

Forseti Suður Afríku, Cyril Ramaphosa, yfirgaf fund hjá breska Samveldinu í London fyrr en áætlað var, vegna óeirða heima fyrir.

83 ára tekinn af lífi í Alabama

Moody er 83 ára gamall og þar með elsti maðurinn sem líflátinn hefur verið í Bandaríkjunum síðan dauðarefsing var tekin upp að nýju þar í landi árið 1976.

Vill að Karl leiði breska samveldið

Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga breska samveldisins um að gera Karl Bretaprins að þjóðhöfðingja samveldisins eftir hennar dag.

Vilji fyrir algerri afvopnun

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið.

Nýr forseti segir byltinguna halda áfram

Valdatíð Castro-bræðra á enda. Nýr forseti tekinn við. Sá lofar því að byltingin haldi áfram og segir ekkert pláss fyrir kapítalista í þessu eins flokks kommúnistaríki. Castro-bræður voru við völd á Kúbu í nærri sex áratugi.

Samflokksmenn vilja ekki styðja Donald Trump

Stór hluti Repúblikana í bæði fulltrúa- og öldungadeild bandaríska þingsins er ekki tilbúinn til þess að lýsa yfir stuðningi við komandi forsetaframboð Donalds Trump, sitjandi forseta og samflokksmanns þeirra.

Síðasti corgi-hundur Elísabetar drottningar dauður

Tíkin Willow var svæfð sunnudaginn síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Dauði hennar markar tímamót en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1933 sem þjóðhöfðingi Englands á ekki corgi-hund.

Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu

Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006.

Borga með fingrafarinu

Mötuneyti Copenhagen Business School tekur þátt í prufuverkefni þar sem hægt verður að greiða með fingrafarinu.

#MeToo teygir sig til Japan

Yfirmaður í japanska fjármálaráðuneytinu hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar ásakana um að hafa áreitt fréttakonu kynferðislega. Blaðamannafélag Japan hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fordæmdar eru starfsaðstæður margra kvenkyns félagsmanna.

Pútín vill lækka spennustigið

Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda.

Kjósa aftur til að sýna óvinum í tvo heimana

Þing- og forsetakosningum í Tyrklandi verður flýtt um rúmlega ár. Forsetinn tók ákvörðunina eftir ákall formanns MHP-flokksins. Fastlega búist við því að Erdogan haldi forsetastólnum og flokkur hans meirihluta á þinginu.

Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim

Verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með einræðisherra Norður-Kóreu. Styttist í leiðtoga- fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Enn styttra í leiðtogafund ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Samið var um beina sjónvarpsútsendindgar frá fundinum.

Castro-öldin á Kúbu á enda

Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins.

Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros

Þjóðþing Kúbu kemur saman í dag og á morgun til að velja arftaka Raúls Castro, forseta landsins. Hann tók við af bróður sínum Fídel árið 2006, sem hafði stjórnað landinu frá kommúnistabyltingunni 1959.

Sjá næstu 50 fréttir