Fleiri fréttir

Nærbuxur Madonnu og skilnaðarbréf Tupacs á uppboð í sumar

Dómari í New York hefur fellt úr gildi lögbann á uppboð muna sem áður voru í eigu söngkonunnar Madonnu. Meðal annars er um að ræða nærbuxur, hárlokk af höfði hennar og afar persónulegt skilnaðarbréf sem rapparinn Tupac Shakur skrifaði til að slíta ástarsambandi þeirra á sínum tíma.

Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum.

Viljaverk og mögulega hryðjuverk

Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum.

Kavíarhneyksli í Evrópuráðinu

Margir fyrrverandi og núverandi fulltrúar í Evrópuráðinu eru grunaðir um að hafa þegið kavíar, teppi og dvöl á lúxushótelum í Bakú í Aserbaídsjan.

Karapetjan tekur við af Sargsjan

Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær.

Óvænt sorg Kim Jong-un

Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag.

Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti

Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti.

Prins er fæddur

Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel.

Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur

Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann.

Síendurteknar árásir á afganska kjósendur

Fjórar árásir á fólk sem beið eftir að vera skráð á kjörskrá. ISIS lýsti yfir ábyrgð á árás gærdagsins þar sem 57 féllu. Kosið til þings í október. Kosningunum ítrekað verið frestað af öryggisástæðum.

Duterte deilir við sjötuga nunnu

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum.

Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi

Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð.

Franskur maður fær þriðja andlitið

Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðinna tvisvar sinnum.

Sjá næstu 50 fréttir