Fleiri fréttir

Þrettán börn látin eftir árekstur lestar og rútu

Þrettán börn eru látin eftir að lest hafnaði á skólarúta í norðurhluta Indlands í nótt. Ekki er vitað hversu margir voru í rútunni og óttast er að fleiri börn kunni að finnast látin.

Raðmorðingi handsamaður

Lögregluyfirvöld í Sacramento í Kaliforníu tilkynntu í gær að 72 ára gamall maður, Joseph James DeAngelo, hefði verið handtekinn, grunaður um að vera hinn alræmdi Golden State-morðingi.

Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn

Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið.

Í lífshættu eftir árás stuðningsmanna Roma

Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool sem mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi.

Nærbuxur Madonnu og skilnaðarbréf Tupacs á uppboð í sumar

Dómari í New York hefur fellt úr gildi lögbann á uppboð muna sem áður voru í eigu söngkonunnar Madonnu. Meðal annars er um að ræða nærbuxur, hárlokk af höfði hennar og afar persónulegt skilnaðarbréf sem rapparinn Tupac Shakur skrifaði til að slíta ástarsambandi þeirra á sínum tíma.

Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum.

Viljaverk og mögulega hryðjuverk

Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum.

Kavíarhneyksli í Evrópuráðinu

Margir fyrrverandi og núverandi fulltrúar í Evrópuráðinu eru grunaðir um að hafa þegið kavíar, teppi og dvöl á lúxushótelum í Bakú í Aserbaídsjan.

Karapetjan tekur við af Sargsjan

Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær.

Óvænt sorg Kim Jong-un

Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag.

Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti

Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti.

Prins er fæddur

Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel.

Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur

Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann.

Sjá næstu 50 fréttir