Fleiri fréttir

Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás

Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu.

Mislingafaraldur í Evrópu

Fjórfalt fleiri mislingasmit greindust í Evrópu í fyrra en árið áður. Flest smitin greindust í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu.

Mueller ákærir lögmann fyrir lygar

Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012.

Hinrik prins kvaddur með látlausri athöfn

Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus.

Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“

Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna.

Merkel finnur arftaka sinn í Saarlandi

Forsætisráðherra Saarlands nýtur stuðnings kanslarans sem vill að hún verði aðalritari Kristilegra demókrata. Því starfi gegndi Angela Merkel áður en hún varð kanslari. Merkel svarar engu um framtíðina.

Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers.

Gupta-bróðir berst gegn eignafrystingu

Atul Gupta, einn þriggja Gupta-bræðra sem sæta rannsókn vegna spillingarmála og tengsla við Jacob Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, fer fram á að kyrrsetningu eigna sinna verði aflétt.

Tölva meti þörf fyrir sjúkrabíl

Hjúkrunarfræðingar við neyðarlínuna í Uppsölum eiga í tilraunaskyni um tveggja ára skeið að styðjast við tölvuforrit þegar þeir meta ástand þess sem hringt er vegna og hvort þörf sé á að senda sjúkrabíl.

Hefja herferð gegn Brexit

Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið.

Trump ræðst á alla nema Rússa

Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands.

Kínverjar æfir vegna leirþumals

Kínversk stjórnvöld hafa kallað eftir því að maður sem sakaður er um að hafa stolið þumli hljóti „þunga refsingu.“

Fjarstýrði nauðgunum á ungbörnum

39 ára gamall maður var dæmdur í undirrétti í Östersund í Svíþjóð í 14 ára fangelsi fyrir að hafa pantað nauðganir á börnum.

Jokhang hof í Tíbet logaði

Gríðarmikill eldur braust út á einum heilagasta stað Tíbet, Jokhang-hofi, í gærkvöldi. Hofið hefur verið kallað "hjarta Búddisma í Tíbet,“ og hafa íbúar Tíbet miklar áhyggjur af stöðu mála.

„Skammist ykkar“

Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær.

Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag.

Sjá næstu 50 fréttir