Fleiri fréttir

Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni

Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm.

Trudeau lofar að styðja ekki síkaríki

Forsætisráðherra Kanada lofaði forsætisráðherra Punjab-ríkis Indlands í gær að yfirvöld í Kanada myndu ekki styðja aðskilnaðarhreyfingu þeirra sem vildu stofna sjálfstætt ríki síka, það er að segja þeirra sem aðhyllast trúarbrögðin síkisma.

Boko Haram gæti hafa rænt fjölda stúlkna

Um hundrað stúlkur hafa ekki skilað sér eftir árás hryðjuverkasamtakanna á þorpið Dapchi á mánudag. Nemendur og starfsmenn skólans þeirra flúðu en flestir hafa snúið aftur.

Billy Graham látinn

Þessi heimsfrægi sjónvarpspredikari var 99 ára gamall þegar hann lést.

UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi

Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna.

Ókeypis í strætó í Þýskalandi

Þýsk stjórnvöld leggja til að almenningssamgöngur verði gjaldfrjálsar í tilraunaskyni í fimm borgum, það er Bonn, Essen, Herr­enberg, Reutlingen og Mannheim.

Róhingjar funduðu með yfirvöldum

Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja.

Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás

Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu.

Mislingafaraldur í Evrópu

Fjórfalt fleiri mislingasmit greindust í Evrópu í fyrra en árið áður. Flest smitin greindust í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu.

Mueller ákærir lögmann fyrir lygar

Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012.

Hinrik prins kvaddur með látlausri athöfn

Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus.

Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“

Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna.

Merkel finnur arftaka sinn í Saarlandi

Forsætisráðherra Saarlands nýtur stuðnings kanslarans sem vill að hún verði aðalritari Kristilegra demókrata. Því starfi gegndi Angela Merkel áður en hún varð kanslari. Merkel svarar engu um framtíðina.

Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers.

Gupta-bróðir berst gegn eignafrystingu

Atul Gupta, einn þriggja Gupta-bræðra sem sæta rannsókn vegna spillingarmála og tengsla við Jacob Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, fer fram á að kyrrsetningu eigna sinna verði aflétt.

Tölva meti þörf fyrir sjúkrabíl

Hjúkrunarfræðingar við neyðarlínuna í Uppsölum eiga í tilraunaskyni um tveggja ára skeið að styðjast við tölvuforrit þegar þeir meta ástand þess sem hringt er vegna og hvort þörf sé á að senda sjúkrabíl.

Hefja herferð gegn Brexit

Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið.

Sjá næstu 50 fréttir