Fleiri fréttir

Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn

Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum.

Dularfullt andlát einna ríkustu hjóna Kanada

Kanadíski milljarðamæringurinn Barry Sherman og eiginkona hans Honey Sherman fundust látin á heimili sínu í Toronto. Lögregla telur að andlát þeirra hafi borið að með grunsamlegum hætti

Kæra hækkun sykurskatts

Samtök atvinnulífsins í Noregi hafa kvartað undan fyrirhugaðri 83 prósenta hækkun á sykurskatti til ESA. Fyrirtæki í matvælaiðnaði telja hækkunina stríða gegn EES-samningnum en norska fjármálaráðuneytið er á annarri skoðun.

Reisa blokkir fyrir fráskilda

Norskt byggingafyrirtæki hyggst reisa fjórar íbúðablokkir í Ósló sem ætlaðar eru foreldrum sem hafa skilið og börnum þeirra. Rými fyrir börnin, með svefnherbergjum, baði og gangi, verður mitt á milli íbúða foreldranna.

Átt í átökum við araba alla ævi

Allra augu beinast nú að Jerúsalem, borginni helgu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, skorar á heimsbyggðina að gangast við raunveruleikanum og viðurkenna borgina sem höfuðborg ríkisins.

Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu

Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu.

Annar kafli Brexit-viðræðna hefst

Fyrsta stigi Brexit-viðræðna er lokið. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir það hafa verið erfitt en að annað stig verði enn erfiðara en það fyrsta.

Bein útsending: Sjáðu sögulegt geimskot Space X

Bandaríska geimfyrirtækið Space X stefnir að því að skjóta á loft eldflaug frá Cape Canaveral í Bandaríkjunum innan tíðar. Stefnt er að því að skjóta flauginni á loft um klukkan hálf fjögur.

Nethlutleysi afnumið gegn vilja fólksins

Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna ákvað að afnema reglur um nethlutleysi. Afnámið sagt gera netþjónustufyrirtækjum kleift að okra á neytendum og vefsíðum, hægja á tengingum og hindra aðgang að efni.

Theresa May gat ekki smalað köttunum

Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið.

57 ríki krefjast viðurkenningar Palestínu

Leiðtogar 57 múslimaríkja undirrituðu í gær yfirlýsingu þar sem kallað var eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi sjálfstæði Palestínu og að hinn hernumdi austurhluti Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins.

Handtaka fyrrverandi forseta fyrirskipuð

Cristina Fernández de Kirchner, fyrrverandi Argentínuforseti, er sökuð um að hafa hylmt yfir meinta aðild Írana að hryðjuverkaárás í Búenos Aíres til að tryggja hagstæða viðskiptasamninga.

Moore játar ekki ósigur

Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt.

Íhaldsmenn biðu ósigur eftir uppreisn flokksmanna

Ríkisstjórn Theresu May beið ósigur í neðri deild breska þingsins í kvöld þegar breytingartillaga við lagafrumvarp stjórnarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var samþykkt.

Sjá næstu 50 fréttir