Fleiri fréttir

Stuðningsmenn Trump líklegri til að kjósa en andstæðingar hans

Demókratar gætu unnið sigur í þingkosningum í Bandaríkjunum á næsta ári en þurfa að yfirstíga áhugaleysi eigin stuðningsmanna áður. Ný skoðanakönnun sýnir að harðir stuðningsmenn Donalds Trump séu líklegri til að kjósa en andstæðingar hans.

Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára

Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd.

Sykurlausir gosdrykkir tengdir við aukakíló

Samantekt á rannsóknum á áhrifum gervisætuefna bendir til sterkra tengsla þeirra við þyngdaraukningu. Ekki er þó ljóst hvers vegna þessi tengsl virðast vera til staðar.

Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu.

Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS

Forseti Filippseyja vill framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Hryðjuverkasamtök, hliðholl Íslamska ríkinu, hafa kljáðst við Filippseyinga í borginni Marawi. Framlenging sé nauðsyn svo herinn hafi ekki áhyggjur af tíma.

Tveir sóttir með þyrlu eftir að skyndiflóð varð í Cornwall

Zoe Holmes, framkvæmdastjóri strandhótels í Coverack sagði í viðtali við Sky News þetta hefði allt saman verið stórfurðulegt. Fyrst hafi komið haglél og það næsta sem hún vissi var sem himnarnir hefðu opnast og stöðugur vatnsflaumur dundi yfir.

Skera upp herör gegn íslamófóbíu

Strætóstoppistöðvar í Boston verða þaktar veggspjöldum næstu tvær vikurnar. Um er að ræða eins konar aðgerðaáætlun gegn íslamófóbíu. Á veggspjöldunum er leiðarvísir sem kennir Bostonbúum hvernig koma eigi í veg fyrir að samfélagshópurinn verði fyrir aðkasti. Með þessu freista borgaryfirvöld þess að útrýma íslamófóbíu í Boston.

Segja Brexit samninganefndina karlaklúbb

Fimmtíu og sex þingkonur skrifuðu undir áskorun til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, þess efnis að endurskoða kynjahlutfallið í bresku samninganefndinni sem falið er að leiða Bretland úr Evrópusambandinu. Segja þingkonurnar að samninganefndin sé eins og hver annar karlaklúbbur.

O.J. Simpson sækir um reynslulausn

Fjórir meðlimir í nefnd Nevada ríkis um reynslulausn munu á fimmtudaginn taka ákvörðun um hvort fangi númer 1027820 skuli hljóta reynslulausn.

Furstadæmin segjast ekki hakka Katara

Utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna segir fréttir um að ríkið hafi gert tölvuárás á katarskan fjölmiðil uppspuna. Katarski ríkisfjölmiðillinn birti fréttir með tilvitnunum í emírinn í Katar sem sagðar eru skáldskapur.

Borgarstjóri Lundúna leggst gegn opinberri heimsókn Trump

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, leggst gegn því að Bretar bjóði Donald Trump, Bandaríkjaforseta í íburðarmikla opinbera heimsókn. Gert er ráð fyrir því að Trump komi til Bretlast í opinbera heimsókn á næsta ári að því er fram kemur á vef CNN.

R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna

Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.

Bjóða nágrönnum sínum til viðræðna

Þetta er í fyrsta sinn sem ný ríkisstjórn Moon Jae-in stingur upp á viðræðum sem eiga að gerast seinna í vikunni. Stjórnvöld Norður-Kóreu hafa þó ekki svarað enn.

Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál

Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumaður sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna, árið 2016.

Erdogan segir ESB hafa leikið sér að Tyrklandi

Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að það myndi binda enda á aðildarumsókn Tyrkja.

Skotin til bana á kjörstað

Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins.

Sjá næstu 50 fréttir