Fleiri fréttir

Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða

Framkvæmdastjórn ESB gefur Pólverjum mánuð til að draga til baka umdeild áform um breytingar á dómskerfinu. Stjórnarandstæðingar segja ríkisstjórnarflokkinn reyna að taka sér meiri völd. Ríkisstjórnin segir dómskerfið spillt.

Forsætisráðherra Spánar bar vitni í spillingarmáli

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kom í gær fyrir dómara á Spáni þar sem hann bar vitni í umfangsmiklu spillingarmáli. Málið er höfðað gegn nokkrum meðlimum flokks Rajoys, Flokks fólksins.

Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn

Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra.

Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI

Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton.

Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu

Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher.

Sænska stjórnarandstaðan krefst afsagnar ráðherra

Þrír ráðherrar í minnihlutastjórn Stefans Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar eiga yfir höfði sér vantraust á þingi vegna hneykslismál sem varðar gagnaöryggi ríkisins. Stjórnin gæti jafnvel riðað til falls verði vanstrauststillaga stjórnarandstöðunnar samþykkt.

Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu.

Barbara Sinatra er látin

Barbara Sinatra, eiginkona söngvarans Frank Sinatra heitins, lést á heimili sínu í bænum Rancho Mirage í Kaliforníu í morgun, níutíu ára að aldri.

Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð

Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta.

Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls

Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins.

Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump

Skátahreyfingin í Bandaríkjunum liggur undir ámæli fyrir að leyfa Donald Trump forseta að messa yfir ungum skátum um stjórnmál og andstæðinga sína. Forsetinn ýjaði meðal annars að svæsinni sögu um annan fasteignakóng.

Alþjóðleg handtökuskipun á hendur keðjusagarmanninum

Lögreglumenn í Sviss og Þýskalandi leita enn karlmanns á sextugsaldri sem réðst á fólk á skrifstofu tryggingafélags með keðjusög í Sviss í gær. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum.

Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum

Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa.

McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare

Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare.

Fögur fyrirheit hjá forstjóra BBC

Forstjóri BBC, Tony Hall, hefur nú strengt þess heit að það verði allt annað að sjá tekjulistann að ári eftir að 42 starfskonur breska ríkisútvarpsins skrifuðu honum opið bréf í mótmælaskyni. Þess er krafist að yfirstjórn BBC eyði launamun kynjanna.

„Obamacare er dauðinn sjálfur“

„Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali.

Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak

Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak.

Sjá næstu 50 fréttir