Fleiri fréttir

Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef

Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára.

Vill að bandalagsríki einbeiti sér að ISIS

Bandaríkin, sem eru í forsvari fyrir hernaðarbandalagi hliðhollu uppreisnarmönnum í Sýrlandi, vilja að bandalagsríki einbeiti sér alfarið að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.

Palestínumenn sungu og dönsuðu af gleði í Jerúsalem

Palestínumenn flykktust aftur á Musterishæðina í Jerúsalem, sem múslimar kalla reyndar Haram al-Sharif, til þess að leggjast á bæn. Yfirvöld í Ísrael ákváðu að taka niður öryggishlið og öryggismyndavélar sem hafði verið komið þar upp til að fylgjast með Palestínumönnum í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru skotnir til bana á svæðinu.

Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum

Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum.

Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra

Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu.

Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum

Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins.

Uppstokkun í sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar sem eru taldir bera ábyrgð á gagnaöryggishneyksli hverfa úr sænsku ríkisstjórninni og sá þriðji hættir af heilsufarsástæðum. Stefan Löfven, forsætisráðherra, segist aftur á móti ekki ætla að steypa Svíþjóð í stjórnarkreppu með að leyfa stjórninni að falla.

Tilkynnt um tvær skotárásir í Ósló

Fyrri árásin átti sér stað korter yfir átta í morgun að staðartíma í Majorstuen-hverfi í Ósló. Tilkynnt var um þá seinni um klukkutíma síðar í Etterstad-hverfi. Einn hefur verið fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða

Framkvæmdastjórn ESB gefur Pólverjum mánuð til að draga til baka umdeild áform um breytingar á dómskerfinu. Stjórnarandstæðingar segja ríkisstjórnarflokkinn reyna að taka sér meiri völd. Ríkisstjórnin segir dómskerfið spillt.

Forsætisráðherra Spánar bar vitni í spillingarmáli

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kom í gær fyrir dómara á Spáni þar sem hann bar vitni í umfangsmiklu spillingarmáli. Málið er höfðað gegn nokkrum meðlimum flokks Rajoys, Flokks fólksins.

Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn

Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra.

Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI

Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton.

Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu

Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher.

Sænska stjórnarandstaðan krefst afsagnar ráðherra

Þrír ráðherrar í minnihlutastjórn Stefans Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar eiga yfir höfði sér vantraust á þingi vegna hneykslismál sem varðar gagnaöryggi ríkisins. Stjórnin gæti jafnvel riðað til falls verði vanstrauststillaga stjórnarandstöðunnar samþykkt.

Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu.

Sjá næstu 50 fréttir