Fleiri fréttir

Hungursneyð ríkir ekki lengur í Suður-Súdan

Hungursneyð ríkir ekki lengur í Suður-Súdan eftir að henni var lýst yfir í febrúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu að en ástandið er þó enn grafalvarlegt.

Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili

Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi.

Hugsanlegt að menn hafi kveikt eldana í Portúgal

Slökkviliðsstjóri telur að menn hafi kveikt skógareldana sem hafa orðið tugum manna að bana í Portúgal. Elding sem talin hefur verið hafa kveikt eldana hafi ekki lostið niður fyrr en eftir að þeir voru komnir af stað.

Myndband af drápi lögreglumanns á svörtum manni birt

Lögreglan í Minnesota hefur birt myndband úr lögreglubíl þegar lögreglumaður skaut Philando Castile til bana í St. Paul síðasta sumar. Lögreglumaðurinn var sýknaður af drápinu í síðustu viku.

Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar

Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands.

Fleiri en Mourinho sakaðir um skattsvik

Jose Mourinho er ákærður fyrir skattsvik á Spáni. Stjörnur á borð við Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Neymar hafa einnig komist í kast við lögin. Átak saksóknara má rekja til þess er David Beckham gekk til liðs við Real Madrid.

Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar

Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni.

Sprengjumaðurinn í Brussel er látinn

Maðurinn, sem sagður er hafa komið af stað sprengingu á Brussel-Centraal lestarstöðinni í belgísku höfuðborginni Brussel í dag, var skotinn til bana af öryggislögreglu.

Rapparinn Prodigy er látinn

Prodigy var annar liðsmanna Mobb Deep og átti hann stóran þátt í að móta hip-hop senuna í New York.

Rýmdu aðallestarstöðina í Brussel

Belgískir fjölmiðlar segja að maður með sprengibelti hafi verið á lestarstöðinni en talsmaður lögregla segir að ekki stafi hætta af honum lengur.

Flugferðum aflýst í Phoenix vegna hita

Spáð er 49°C hita í Phoenix í dag sem er einfaldalega of heitt fyrir sumar minni flugvélar. Yfir fjörutíu flugferðum hefur verið aflýst yfir heitasta tíma dagsins.

Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn

Tíu af 219 nýjum fjarreikistjörnum sem hafa fundist við greiningu á gögnum frá Kepler-geimsjónaukanum gætu hugsanlega verið heppilegar fyrir fljótandi vatn, undirstöðu þess að líf eins og við þekkjum það geti þrifist.

Múslimastúlka myrt á leið heim af bænastund

Nabra Hassanen, sautján ára unglingsstúlka, fannst látin á sunnudag en tilkynnt hafði verið um hvarf hennar þá um morguninn. Darwin Martinez Torres er grunaður um morðið en lögregla rannsaka það ekki sem hatursglæp.

Otto Warmbier er látinn

Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn.

Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel

Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins.

Árásarmaðurinn í London nafngreindur

Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales.

Sjá næstu 50 fréttir